Óvænt sorg Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 05:59 Leiðtoginn sést hér heimsækja slasaða. Vísir/AFp Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17
Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00