Nauðgaði henni þegar hún tók svefnlyf vegna þunglyndis Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2018 22:00 Óska konurnar eftir stuðningi samfélagsins og að þeim sé trúað. Vísir-Hjalti/Getty Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu sendu í kvöld frá sér #MeToo yfirlýsingu ásamt 52 nafnlausum reynslusögum. Brot úr nokkrum þeirra eru birt í þessari frétt. Meira en 600 konur hafa síðustu mánuði rætt saman á Facebook í lokaða umræðuhópnum #MeToo fjölskyldutengsl og deilt sínum reynslusögum. Konunum finnst mikilvægt að umræðan um yfirlýsinguna og sögurnar sé lausnamiðuð og að ráðist verði í aðgerðir og stuðningur bættur fyrir þolendur og fjölskyldur þolenda. Einnig að tekið verði á gerendum með „viðeigandi hætti.“ Óska konurnar eftir stuðningi samfélagsins og að þeim sé trúað.Ofbeldið oftast á heimilinu „Ofbeldi innan fjölskyldu og í nánu sambandi er samfélagsmein sem við verðum í sameiningu að ráðast að og uppræta. Ein kona af hverjum þremur, hið minnsta, verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni, margar af hendi maka eða nákomins ættingja og margar sem börn. Þetta er með öllu ólíðandi,“ segir meðal annars í tilkynningunni, sem send var á fréttastofu núna í kvöld. Í yfirlýsingunni er minnt á að konur verði oftast fyrir ofbeldi heima hjá sér. 142 skrifuðu undir listann og margar þeirra skrifuðu aðeins aldur sinn en ekki nafn. Þar á meðal 34 ára móðir sem gat ekki komið fram undir nafni „af ótta við hefnd barnsföður.“ Meðlimur hópsins sagði í samtali við Vísi að mjög margar í hópnum gætu ekki tjáð sig opinberlega um ofbeldið vegna ótta við að fá á sig kæru frá þeim sem hefðu beitt þær ofbeldi. Að minnsta kosti ein í hópnum stendur í slíkum málaferlum í augnablikinu. Konurnar í þessum hóp fóru af stað með áhrifamikla herferð á samfélagsmiðlum í síðasta mánuði, þar sem þær vöktu athygli á málefninu. Með fjólubláum og bleikum myndum á Facebook gat fólk annað hvort látið vita að það hefði orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða að það þekkti einhvern sem hefði orðið fyrir því. Nýtti sér svefnlyfin til að nauðga henni Eins og áður sagði birtust 52 nafnlausar reynslusögur með yfirlýsingunni. Í einni frásögninni segir kona frá sambandi við fyrrverandi maka sem nauðgaði henni eftir að hún hafði tekið svefnlyfið rohypnol á kvöldin vegna þunglyndis. Tíu ár síðan þau skildu en lengi glímdi hún við sjálfsásökun og skömm. „Þetta „nauðgunarlyf“ tók ég sjálfviljug inn á kvöldin og ég var sem rotuð og það var þá sem að maki minn nýtti sér ástand mitt og nauðgaði mér. Ég vaknaði daginn eftir með brund á milli lappanna, það var eina vísbendingin því annars mundi ég ekkert. Þetta gerðist oft, of oft til að ég geti talið skiptin og það versta af öllu var að ég ræddi þetta við hann, reyndar þá grátbað ég hann um að láta mig vera meðan að ég svæfi, þetta væri ekki með samþykki en það dugði ekki til. Ég var ekki óhult á eigin heimili, í eigin rúmi, aldrei. Og það versta er að mögulega nauðgaði hann mér oftar en faldi ummerkin það er engin leið fyrir mig að vita það.“ Margar sögurnar eru frá konum sem þvingaðar voru til kynlífs í sínu sambandi. Nokkrar þeirra segja frá reiði og hörðum viðbrögðum makans þegar þær reyndu að ræða þetta við þá. „Ég er með ungabarn á brjósti. Ég er búin að vera mikið lasin í langan tíma og börnin líka. Barnsfaðir minn er orðinn þreyttur á ástandinu og neitar að bíða lengur. Hann hjakkast á mér á meðan barnið sefur vært við hliðina á mér. Hann er reiður og gagnrýnir mig fyrir að vera áhugalaus og gera ekkert á móti,“ segir í einni frásögninni. „Á meðan sambandinu stóð safnaði ég þrisvar upp nægum kjarki til þess að ræða við barnsföðurinn um það að hann þvingi fram kynlíf. Í síðasta skiptið spurði ég hann varfærnislega hvort það hefði virkilega engin áhrif á löngun hans að vita að hann væri að gera þetta gegn mínum vilja. „Jú, það er alveg óþolandi, hvernig heldurðu að þetta sé eiginlega fyrir mig!? Það er sko pottþétt enginn annar í vinahópnum sem þarf að neyða makann sinn til þess að sofa hjá sér,“ skrifar önnur.#Aldreiaftur er var herferð á samfélagsmiðlum þar sem fjólubláar og bleikar myndir voru notaðar til að vekja athygli á ofbeldi í nánum samböndum.Myndir/Edda Ýr Garðarsdóttir og Jóhanna Svala RafnsdóttirTók nærbuxurnar og fór með þær til lögreglu Ein segir nafnlaust frá kynferðisofbeldi af hendi aðila sem er henni náskyldur. „Hann nauðgaði mér fyrst þegar ég var 14 ára ásamt vini sínum. Eftir þetta fyrsta skipti hafði hann öll heimsins tök á mér. Hann nauðgaði mér oft… svo oft að ég veit ekki töluna á öllum skiptunum. Hann og vinur hans nauðguðu mér þegar ég var gengin 9. mánuði á leið með barnið mitt. Þá bjó ég með barnsföður mínum, ég kom heim alveg niðurbrotin, verkjuð að innan og utan. Barnsfaðir minn tók nærbuxurnar mínar og setti þær í poka og ætlaði beinustu leið niður á lögreglustöð. Ég sat fyrir framan útidyrahurðina og grát bað hann um að fara ekki... Það var nefnilega búið að stimpla það inní höfuðið á mér að ef ég segði frá þá myndi ég rústa allri fjölskyldunni okkar.“ Aldrei aftur Ein lýsir fyrsta og síðasta skiptinu sem makinn beitti hana ofbeldi.„Fyrsta skiptið, 2011. Við komum seint heim eftir árshátíð, hann slær mig utanundir, heldur á mér, hendir mér útúr íbúðinni og læsir, ég nakin. Síðasta skiptið, 2017. Hann kemur fullur heim kl. 8 um morgun. Ég spyr hann hvar hann hafi verið. Sé hvernig skapi hann er í. Fer inní annað svefnherbergi, læsi hurðinni, grúfi mig niður í sængina, barnið okkar sefur þar. Hann öskrar, æðir inn (lásinn virkar ekki), ræðst á mig, lemur mig, öskrar á mig, ég er heimsk og löt, ég hrökklast niður á gólf. Hann segir að ég muni þurfa að hringja á lögregluna, hann ætlar að kýla mig svo fast. Hann skipar mér að fara niður á hnén og grátbiðja hann um fyrirgefningu. Hann sækir hníf og hótar að drepa sig útaf mér. Barnið okkar 3 ára segir: Nei pabbi, ekki vera vondur við mömmu. #aldreiaftur“ Önnur frásögn er frá konu sem var beitt ofbeldi í mörg ár, meðal annars á meðan hún var ófrísk af barni þeirra en hún hefst á setningunni „Ég man það vel þegar hann lamdi mig fyrst.“ Konan lýsir nauðgunum og grófu ofbeldi. „Hann elti mig út um alla íbúð og urraði á mig, króaði mig af úti í horni og ég ýtti honum frá mér. Þá snappaði hann og lamdi mig í gólfið og hélt áfram að hamast á andlitinu á mér. Ég endaði með tvö glóðaraugu það kvöld. Ég faldi það vel því ég var svo ástfangin. Þetta var samt ekki byrjunin á ofbeldinu, ofbeldið var komið laumulega inn í rólegheitum. Svona gekk þetta í nokkuð mörg ár, en ég sagði stopp þegar hann lamdi mig þegar ég var ófrísk af seinna barninu.“ Ofbeldið hætti ekki þrátt fyrir að sambandið endaði og var lögreglan oft kölluð til vegna mannsins. „Hann elti mig um allt í mörg ár eftir að við hættum saman, hann var fyrir utan gluggann hjá mér, bíllinn hans var alltaf einhvers staðar á eftir mér, hann reyndi að keyra mig niður 2 sinnum,annað skiptið með dauðskelkað barnið í aftursætinu.“Hér að neðan má lesa yfirlýsingu kvennanna í heild sinni:Konur sem stigið hafa fram undir myllumerkinu #metoo hafa svipt hulunni af því að kynferðisleg áreitni, ofbeldi og misbeiting valds hefur viðgengist á vinnustöðum. Slíkt fær ekki lengur að þrífast í þögn því allt fólk á að njóta virðingar, jafnréttis og geta verið öruggt í vinnunni. Okkur þykir einnig rík ástæða til að minna á að konur verða oftast fyrir ofbeldi heima hjá sér. Ofbeldi innan fjölskyldu og í nánu sambandi er samfélagsmein sem við verðum í sameiningu að ráðast að og uppræta. Ein kona af hverjum þremur, hið minnsta, verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni, margar af hendi maka eða nákomins ættingja og margar sem börn. Þetta er með öllu ólíðandi.Afleiðingar ofbeldis eru alvarlegar fyrir lífsgæði og heilsu þolenda og aðstandenda þeirra og geta jafnvel leitt til dauða. Við viljum að ráðist verði í aðgerðir um allt land með það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldi.Við óskum eftir því að okkur sé trúað þegar við segjum frá auk þess sem við óskum eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á eða ná fram eftirfarandi: 1. Að réttargæslukerfið sé í stakk búið til að taka á ofbeldi í nánum samböndum og innan fjölskyldna. 2. Að talað sé opinskátt um ofbeldi í samfélaginu og að allar stéttir sem starfa með fólki fái fræðslu um ofbeldi, áhrif þess og hvernig standa má með þolendum ofbeldis. 3. Að dómsvaldið, sýslumaður og sýslumannsfulltrúar, sáttafulltrúar, sérfræðingar í málefnum barna og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. 4. Að einstaklingsbundinn langtímastuðningur við þolendur um allt land sé tryggður. 5. Að fjölskyldum þolenda bjóðist langtímastuðningur. 6. Að tekið sé á gerendum með viðeigandi hætti.Í meðfylgjandi skjali má lesa allar 53 reynslusögurnar. MeToo Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu sendu í kvöld frá sér #MeToo yfirlýsingu ásamt 52 nafnlausum reynslusögum. Brot úr nokkrum þeirra eru birt í þessari frétt. Meira en 600 konur hafa síðustu mánuði rætt saman á Facebook í lokaða umræðuhópnum #MeToo fjölskyldutengsl og deilt sínum reynslusögum. Konunum finnst mikilvægt að umræðan um yfirlýsinguna og sögurnar sé lausnamiðuð og að ráðist verði í aðgerðir og stuðningur bættur fyrir þolendur og fjölskyldur þolenda. Einnig að tekið verði á gerendum með „viðeigandi hætti.“ Óska konurnar eftir stuðningi samfélagsins og að þeim sé trúað.Ofbeldið oftast á heimilinu „Ofbeldi innan fjölskyldu og í nánu sambandi er samfélagsmein sem við verðum í sameiningu að ráðast að og uppræta. Ein kona af hverjum þremur, hið minnsta, verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni, margar af hendi maka eða nákomins ættingja og margar sem börn. Þetta er með öllu ólíðandi,“ segir meðal annars í tilkynningunni, sem send var á fréttastofu núna í kvöld. Í yfirlýsingunni er minnt á að konur verði oftast fyrir ofbeldi heima hjá sér. 142 skrifuðu undir listann og margar þeirra skrifuðu aðeins aldur sinn en ekki nafn. Þar á meðal 34 ára móðir sem gat ekki komið fram undir nafni „af ótta við hefnd barnsföður.“ Meðlimur hópsins sagði í samtali við Vísi að mjög margar í hópnum gætu ekki tjáð sig opinberlega um ofbeldið vegna ótta við að fá á sig kæru frá þeim sem hefðu beitt þær ofbeldi. Að minnsta kosti ein í hópnum stendur í slíkum málaferlum í augnablikinu. Konurnar í þessum hóp fóru af stað með áhrifamikla herferð á samfélagsmiðlum í síðasta mánuði, þar sem þær vöktu athygli á málefninu. Með fjólubláum og bleikum myndum á Facebook gat fólk annað hvort látið vita að það hefði orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða að það þekkti einhvern sem hefði orðið fyrir því. Nýtti sér svefnlyfin til að nauðga henni Eins og áður sagði birtust 52 nafnlausar reynslusögur með yfirlýsingunni. Í einni frásögninni segir kona frá sambandi við fyrrverandi maka sem nauðgaði henni eftir að hún hafði tekið svefnlyfið rohypnol á kvöldin vegna þunglyndis. Tíu ár síðan þau skildu en lengi glímdi hún við sjálfsásökun og skömm. „Þetta „nauðgunarlyf“ tók ég sjálfviljug inn á kvöldin og ég var sem rotuð og það var þá sem að maki minn nýtti sér ástand mitt og nauðgaði mér. Ég vaknaði daginn eftir með brund á milli lappanna, það var eina vísbendingin því annars mundi ég ekkert. Þetta gerðist oft, of oft til að ég geti talið skiptin og það versta af öllu var að ég ræddi þetta við hann, reyndar þá grátbað ég hann um að láta mig vera meðan að ég svæfi, þetta væri ekki með samþykki en það dugði ekki til. Ég var ekki óhult á eigin heimili, í eigin rúmi, aldrei. Og það versta er að mögulega nauðgaði hann mér oftar en faldi ummerkin það er engin leið fyrir mig að vita það.“ Margar sögurnar eru frá konum sem þvingaðar voru til kynlífs í sínu sambandi. Nokkrar þeirra segja frá reiði og hörðum viðbrögðum makans þegar þær reyndu að ræða þetta við þá. „Ég er með ungabarn á brjósti. Ég er búin að vera mikið lasin í langan tíma og börnin líka. Barnsfaðir minn er orðinn þreyttur á ástandinu og neitar að bíða lengur. Hann hjakkast á mér á meðan barnið sefur vært við hliðina á mér. Hann er reiður og gagnrýnir mig fyrir að vera áhugalaus og gera ekkert á móti,“ segir í einni frásögninni. „Á meðan sambandinu stóð safnaði ég þrisvar upp nægum kjarki til þess að ræða við barnsföðurinn um það að hann þvingi fram kynlíf. Í síðasta skiptið spurði ég hann varfærnislega hvort það hefði virkilega engin áhrif á löngun hans að vita að hann væri að gera þetta gegn mínum vilja. „Jú, það er alveg óþolandi, hvernig heldurðu að þetta sé eiginlega fyrir mig!? Það er sko pottþétt enginn annar í vinahópnum sem þarf að neyða makann sinn til þess að sofa hjá sér,“ skrifar önnur.#Aldreiaftur er var herferð á samfélagsmiðlum þar sem fjólubláar og bleikar myndir voru notaðar til að vekja athygli á ofbeldi í nánum samböndum.Myndir/Edda Ýr Garðarsdóttir og Jóhanna Svala RafnsdóttirTók nærbuxurnar og fór með þær til lögreglu Ein segir nafnlaust frá kynferðisofbeldi af hendi aðila sem er henni náskyldur. „Hann nauðgaði mér fyrst þegar ég var 14 ára ásamt vini sínum. Eftir þetta fyrsta skipti hafði hann öll heimsins tök á mér. Hann nauðgaði mér oft… svo oft að ég veit ekki töluna á öllum skiptunum. Hann og vinur hans nauðguðu mér þegar ég var gengin 9. mánuði á leið með barnið mitt. Þá bjó ég með barnsföður mínum, ég kom heim alveg niðurbrotin, verkjuð að innan og utan. Barnsfaðir minn tók nærbuxurnar mínar og setti þær í poka og ætlaði beinustu leið niður á lögreglustöð. Ég sat fyrir framan útidyrahurðina og grát bað hann um að fara ekki... Það var nefnilega búið að stimpla það inní höfuðið á mér að ef ég segði frá þá myndi ég rústa allri fjölskyldunni okkar.“ Aldrei aftur Ein lýsir fyrsta og síðasta skiptinu sem makinn beitti hana ofbeldi.„Fyrsta skiptið, 2011. Við komum seint heim eftir árshátíð, hann slær mig utanundir, heldur á mér, hendir mér útúr íbúðinni og læsir, ég nakin. Síðasta skiptið, 2017. Hann kemur fullur heim kl. 8 um morgun. Ég spyr hann hvar hann hafi verið. Sé hvernig skapi hann er í. Fer inní annað svefnherbergi, læsi hurðinni, grúfi mig niður í sængina, barnið okkar sefur þar. Hann öskrar, æðir inn (lásinn virkar ekki), ræðst á mig, lemur mig, öskrar á mig, ég er heimsk og löt, ég hrökklast niður á gólf. Hann segir að ég muni þurfa að hringja á lögregluna, hann ætlar að kýla mig svo fast. Hann skipar mér að fara niður á hnén og grátbiðja hann um fyrirgefningu. Hann sækir hníf og hótar að drepa sig útaf mér. Barnið okkar 3 ára segir: Nei pabbi, ekki vera vondur við mömmu. #aldreiaftur“ Önnur frásögn er frá konu sem var beitt ofbeldi í mörg ár, meðal annars á meðan hún var ófrísk af barni þeirra en hún hefst á setningunni „Ég man það vel þegar hann lamdi mig fyrst.“ Konan lýsir nauðgunum og grófu ofbeldi. „Hann elti mig út um alla íbúð og urraði á mig, króaði mig af úti í horni og ég ýtti honum frá mér. Þá snappaði hann og lamdi mig í gólfið og hélt áfram að hamast á andlitinu á mér. Ég endaði með tvö glóðaraugu það kvöld. Ég faldi það vel því ég var svo ástfangin. Þetta var samt ekki byrjunin á ofbeldinu, ofbeldið var komið laumulega inn í rólegheitum. Svona gekk þetta í nokkuð mörg ár, en ég sagði stopp þegar hann lamdi mig þegar ég var ófrísk af seinna barninu.“ Ofbeldið hætti ekki þrátt fyrir að sambandið endaði og var lögreglan oft kölluð til vegna mannsins. „Hann elti mig um allt í mörg ár eftir að við hættum saman, hann var fyrir utan gluggann hjá mér, bíllinn hans var alltaf einhvers staðar á eftir mér, hann reyndi að keyra mig niður 2 sinnum,annað skiptið með dauðskelkað barnið í aftursætinu.“Hér að neðan má lesa yfirlýsingu kvennanna í heild sinni:Konur sem stigið hafa fram undir myllumerkinu #metoo hafa svipt hulunni af því að kynferðisleg áreitni, ofbeldi og misbeiting valds hefur viðgengist á vinnustöðum. Slíkt fær ekki lengur að þrífast í þögn því allt fólk á að njóta virðingar, jafnréttis og geta verið öruggt í vinnunni. Okkur þykir einnig rík ástæða til að minna á að konur verða oftast fyrir ofbeldi heima hjá sér. Ofbeldi innan fjölskyldu og í nánu sambandi er samfélagsmein sem við verðum í sameiningu að ráðast að og uppræta. Ein kona af hverjum þremur, hið minnsta, verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni, margar af hendi maka eða nákomins ættingja og margar sem börn. Þetta er með öllu ólíðandi.Afleiðingar ofbeldis eru alvarlegar fyrir lífsgæði og heilsu þolenda og aðstandenda þeirra og geta jafnvel leitt til dauða. Við viljum að ráðist verði í aðgerðir um allt land með það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldi.Við óskum eftir því að okkur sé trúað þegar við segjum frá auk þess sem við óskum eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á eða ná fram eftirfarandi: 1. Að réttargæslukerfið sé í stakk búið til að taka á ofbeldi í nánum samböndum og innan fjölskyldna. 2. Að talað sé opinskátt um ofbeldi í samfélaginu og að allar stéttir sem starfa með fólki fái fræðslu um ofbeldi, áhrif þess og hvernig standa má með þolendum ofbeldis. 3. Að dómsvaldið, sýslumaður og sýslumannsfulltrúar, sáttafulltrúar, sérfræðingar í málefnum barna og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. 4. Að einstaklingsbundinn langtímastuðningur við þolendur um allt land sé tryggður. 5. Að fjölskyldum þolenda bjóðist langtímastuðningur. 6. Að tekið sé á gerendum með viðeigandi hætti.Í meðfylgjandi skjali má lesa allar 53 reynslusögurnar.
MeToo Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent