Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. apríl 2018 20:00 Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum. Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum.
Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira