Wenger hættir hjá Arsenal eftir tímabilið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 09:02 Wenger verður að vinna Evrópudeildina til að fá sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili vísir/getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, lætur af störfum hjá félaginu í lok tímabils en þetta kemur fram í fréttatilkynningu á heimasíðu Arsenal.Frakkinn hefur stýrt Arsenal-liðinu síðan árið 1996 og unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum og enska bikarinn sjö sinnum. Arsenal-liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð og á ekki möguleika á að komast í hana núna í gegnum deildina en liðið er enn þá í séns í Evrópudeildinni þannig að Wenger getur kvatt með titli. „Eftir mikla umhugsun í kjölfar viðræðna við félagið tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig að stíga til hliðar. Ég er þakklátur fyrir þau forréttindi að hafa þjónað þessu félagi í gegnum árin,“ segir Wenger í yfirlýsingu sinni. „Ég hef gefið mig allan í starfið og vil þakka starfsfólkinu, leikmönnum og yfirmönnum sem hafa gert þetta félag svo sérstakt. Ég vil skora á stuðningsmenn okkar að styðja liðið til enda og hjálpa okkur að klára leiktíðina á sem bestan hátt,“ segir Arsene Wenger.Frakkinn, sem er 68 ára gamall og er langlífasti stjórinn í úrvalsdeildinni, kom með látum til Englands árið 1996 og vann titilinn á annarri leiktíð sinni með Arsenal. Hann hafði áður þjálfað Monaco og gert það að meistara í Frakklandi en hann kom til Englands frá Nagoya Grampus í Japan. Stærsta afrek Wengers á einni leiktíð var að vinna enska titilinn árið 2004 án þess að tapa einum leik en honum hefur aldrei tekist að vinna titil í Evrópu. Hann fær einn séns í viðbót en liðið er enn í leik í Evrópudeildinni. Wenger kom Arsenal 17 ár í röð í Meistaradeildina, meðal annars á erfiðum tímum þar sem var verið að byggja nýjan völl, en hann þurfti margoft að selja sína bestu leikmenn. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á undanförnum árum og er umdeildur í starfi þrátt fyrir mikinn árangur.https://t.co/Q9saKdTZOT— Arsenal FC (@Arsenal) April 20, 2018 Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, lætur af störfum hjá félaginu í lok tímabils en þetta kemur fram í fréttatilkynningu á heimasíðu Arsenal.Frakkinn hefur stýrt Arsenal-liðinu síðan árið 1996 og unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum og enska bikarinn sjö sinnum. Arsenal-liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð og á ekki möguleika á að komast í hana núna í gegnum deildina en liðið er enn þá í séns í Evrópudeildinni þannig að Wenger getur kvatt með titli. „Eftir mikla umhugsun í kjölfar viðræðna við félagið tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig að stíga til hliðar. Ég er þakklátur fyrir þau forréttindi að hafa þjónað þessu félagi í gegnum árin,“ segir Wenger í yfirlýsingu sinni. „Ég hef gefið mig allan í starfið og vil þakka starfsfólkinu, leikmönnum og yfirmönnum sem hafa gert þetta félag svo sérstakt. Ég vil skora á stuðningsmenn okkar að styðja liðið til enda og hjálpa okkur að klára leiktíðina á sem bestan hátt,“ segir Arsene Wenger.Frakkinn, sem er 68 ára gamall og er langlífasti stjórinn í úrvalsdeildinni, kom með látum til Englands árið 1996 og vann titilinn á annarri leiktíð sinni með Arsenal. Hann hafði áður þjálfað Monaco og gert það að meistara í Frakklandi en hann kom til Englands frá Nagoya Grampus í Japan. Stærsta afrek Wengers á einni leiktíð var að vinna enska titilinn árið 2004 án þess að tapa einum leik en honum hefur aldrei tekist að vinna titil í Evrópu. Hann fær einn séns í viðbót en liðið er enn í leik í Evrópudeildinni. Wenger kom Arsenal 17 ár í röð í Meistaradeildina, meðal annars á erfiðum tímum þar sem var verið að byggja nýjan völl, en hann þurfti margoft að selja sína bestu leikmenn. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á undanförnum árum og er umdeildur í starfi þrátt fyrir mikinn árangur.https://t.co/Q9saKdTZOT— Arsenal FC (@Arsenal) April 20, 2018
Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira