Sex ára bann fyrir að reyna að fá gult á móti Jóhanni Berg og félögum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 09:00 Bradley Wood þarf að finna sér eitthvað annað að gera næstu sex árin. vísir/Getty Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018 Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018
Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira