Tveir haft samband við Persónuvernd vegna gagnaleka sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. apríl 2018 19:57 Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga. Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga.
Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44