Red Bull og Honda hefja viðræður Bragi Þórðarson skrifar 1. maí 2018 09:00 Red Bull leitar nú að vélarframleiðanda. vísir/afp Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault. Formúla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault.
Formúla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira