Ásdís Karen: Erfitt skref því KR hefur alltaf verið mitt annað heimili Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2018 19:15 Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira