Ásdís Karen: Erfitt skref því KR hefur alltaf verið mitt annað heimili Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2018 19:15 Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira