Ásdís Karen: Erfitt skref því KR hefur alltaf verið mitt annað heimili Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2018 19:15 Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira