Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2018 13:36 Sigurður Mikael segir Hörpu senda starfsfólki sínu puttann og Illugi er meðal þeirra sem ætlar að sniðganga húsið vegna málsins. Hafi yfirlýsingu, sem Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sendi út fyrir hönd tónlistarhússins, verið ætlað að lægja öldur eftir ágreining við þjónustufulltrúa, þá er sú ekki raunin. Blaðamaður Fréttablaðsins, Sigurður Mikael Jónsson, sem fjallað hefur um málið, segir yfirlýsinguna vera „flennistóran fokkjúputta“ og Illugi Jökulsson rithöfundur lýsir því yfir að hann ætli aldrei aftur í Hörpu. Stigvaxandi óánægju vegna málsins má víða greina á samfélagsmiðlum en Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur þegar lýst því yfir að hún ætli að sniðganga húsið.Flennistór fokkjúputtiVísir sagði af efni yfirlýsingarinnar fyrir hádegi en þar kemur einkum tvennt fram: Að ranghermt hafi verið í fjölmiðlum að Svanhildur hafi notið launahækkunar meðan þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun til að mæta erfiðum rekstri. Og að ekki stæði til að mæta kröfum þjónustufulltrúanna 17 sem þegar hafa sagt upp störfum í mótmælaskyni, heldur eru þeim þökkuð góð störf. Sigurður Mikael fer ítarlega í saumana á því sem snýr að kjaramálum forstjórans í pistli sem hann birtir á Facebooksíðu sinni í kjölfar yfirlýsingarinnar. En, Illugi birtir sérstaklega greiningu blaðamannsins á Facebooksíðu sinni. Fullyrðingar í yfirlýsingu um ranghermi í fréttaflutningi snúa ekki síst að honum. Þar sem hann segir: „Þessi yfirlýsing er nú aldeilis einn flennistór fokkjúputti af engu.“ Blaðamaðurinn telur þetta kaldrar kveðjur til starfsfólks.Segir óánægju byggist á mismununHann fer síðan í málið lið fyrir lið. Að óánægja þjónustufulltrúanna grundvallist ekki, eins og gefið er til kynna í yfirlýsingunni, á því að launin væru ekki samkeppnishæf. „Þetta snýst um óánægju þeirra lægst launuðu með að laun þeirra voru lækkuð í hagræðingaraðgerðum sem náðu aðeins til eins tiltekins hóps starfsmanna. Sá aragrúi millistjórnenda sem Harpa hefur á að skipa þurfti ekki að sæta neinum lækkunum. Það má alveg stæra sig af því að greiða 15% hærri laun en kveðið er á um í lágmarkstöxtum kjarasamninga, enda hefði augljóslega verið ólöglegt að lækka launin undir taxta.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu er í eldlínunni eftir að 17 þjónustufulltrúar tónlistarhússins sögðu upp störfum vegna hækkunar á launum sínum en hækkunar á hennar.Þá segir Sigurður Mikael að stéttarfélagið VR hafi yfirfarið samningana og það hafi meðal annars skilað því að Harpa var gerð afturreka með að ætla að hafa af starfsmönnum 4 tíma lágmarkið um helgar. Það væri ólöglegt.Þróunin á launaseðli SvanhildarÞá beinir Sigurður Mikael sjónum að því sem snýr að kjaramálum Svanhildar og segir það loðna eftiráskýringu að laun hennar hafi ekki hækkað í fyrra heldur hafi forstjórinn í raun tekið á sig tímabundna launalækkun frá því sem samið við ráðningu hennar. Þetta er útúrsnúningur. „Eins og fram kom í fyrstu frétt minni af málinu þá var ákvörðun kjararáðs í ársbyrjun 2017 í raun staðfesting á þeim launum sem fyrri forstjóri hafði verið á og fól ekki í sér neina teljandi launabreytingar. Um 1.300 þúsund á mánuði. Þegar Svanhildur er ráðin á 1.500 þúsund krónum á mánuði var strax ljóst að hún yrði á ríflega 15% hærri launum en forveri hennar í starfi. Forstjóri Hörpu fékk því launahækkun við ráðningu, þó að ákvörðun kjararáðs um að laun forstjórans þættu hæfilega ákvörðuð 1.300 þúsund hafi birst nokkrum dögum eftir Svanhildur skrifaði undir.“Launin hafa víst hækkaðSigurður Mikael heldur áfram að rekja stöðu mála hvað varðar kjör forstjórans. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“ Blaðamaðurinn klikkir þá út með að laun forstjóra Hörpu hafi hækkað frá í fyrra frá því sem verið hafði, „burtséð frá þeim kjörum sem kveðið var á um í ráðningarsamningi, á meðan þjónustufulltrúum var nokkrum vikum síðar gert að taka á sig launalækkun vegna rekstrarvandræða Hörpu. ÞAÐ, er málið og þess vegna eru þeir ósáttir.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hafi yfirlýsingu, sem Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sendi út fyrir hönd tónlistarhússins, verið ætlað að lægja öldur eftir ágreining við þjónustufulltrúa, þá er sú ekki raunin. Blaðamaður Fréttablaðsins, Sigurður Mikael Jónsson, sem fjallað hefur um málið, segir yfirlýsinguna vera „flennistóran fokkjúputta“ og Illugi Jökulsson rithöfundur lýsir því yfir að hann ætli aldrei aftur í Hörpu. Stigvaxandi óánægju vegna málsins má víða greina á samfélagsmiðlum en Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur þegar lýst því yfir að hún ætli að sniðganga húsið.Flennistór fokkjúputtiVísir sagði af efni yfirlýsingarinnar fyrir hádegi en þar kemur einkum tvennt fram: Að ranghermt hafi verið í fjölmiðlum að Svanhildur hafi notið launahækkunar meðan þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun til að mæta erfiðum rekstri. Og að ekki stæði til að mæta kröfum þjónustufulltrúanna 17 sem þegar hafa sagt upp störfum í mótmælaskyni, heldur eru þeim þökkuð góð störf. Sigurður Mikael fer ítarlega í saumana á því sem snýr að kjaramálum forstjórans í pistli sem hann birtir á Facebooksíðu sinni í kjölfar yfirlýsingarinnar. En, Illugi birtir sérstaklega greiningu blaðamannsins á Facebooksíðu sinni. Fullyrðingar í yfirlýsingu um ranghermi í fréttaflutningi snúa ekki síst að honum. Þar sem hann segir: „Þessi yfirlýsing er nú aldeilis einn flennistór fokkjúputti af engu.“ Blaðamaðurinn telur þetta kaldrar kveðjur til starfsfólks.Segir óánægju byggist á mismununHann fer síðan í málið lið fyrir lið. Að óánægja þjónustufulltrúanna grundvallist ekki, eins og gefið er til kynna í yfirlýsingunni, á því að launin væru ekki samkeppnishæf. „Þetta snýst um óánægju þeirra lægst launuðu með að laun þeirra voru lækkuð í hagræðingaraðgerðum sem náðu aðeins til eins tiltekins hóps starfsmanna. Sá aragrúi millistjórnenda sem Harpa hefur á að skipa þurfti ekki að sæta neinum lækkunum. Það má alveg stæra sig af því að greiða 15% hærri laun en kveðið er á um í lágmarkstöxtum kjarasamninga, enda hefði augljóslega verið ólöglegt að lækka launin undir taxta.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu er í eldlínunni eftir að 17 þjónustufulltrúar tónlistarhússins sögðu upp störfum vegna hækkunar á launum sínum en hækkunar á hennar.Þá segir Sigurður Mikael að stéttarfélagið VR hafi yfirfarið samningana og það hafi meðal annars skilað því að Harpa var gerð afturreka með að ætla að hafa af starfsmönnum 4 tíma lágmarkið um helgar. Það væri ólöglegt.Þróunin á launaseðli SvanhildarÞá beinir Sigurður Mikael sjónum að því sem snýr að kjaramálum Svanhildar og segir það loðna eftiráskýringu að laun hennar hafi ekki hækkað í fyrra heldur hafi forstjórinn í raun tekið á sig tímabundna launalækkun frá því sem samið við ráðningu hennar. Þetta er útúrsnúningur. „Eins og fram kom í fyrstu frétt minni af málinu þá var ákvörðun kjararáðs í ársbyrjun 2017 í raun staðfesting á þeim launum sem fyrri forstjóri hafði verið á og fól ekki í sér neina teljandi launabreytingar. Um 1.300 þúsund á mánuði. Þegar Svanhildur er ráðin á 1.500 þúsund krónum á mánuði var strax ljóst að hún yrði á ríflega 15% hærri launum en forveri hennar í starfi. Forstjóri Hörpu fékk því launahækkun við ráðningu, þó að ákvörðun kjararáðs um að laun forstjórans þættu hæfilega ákvörðuð 1.300 þúsund hafi birst nokkrum dögum eftir Svanhildur skrifaði undir.“Launin hafa víst hækkaðSigurður Mikael heldur áfram að rekja stöðu mála hvað varðar kjör forstjórans. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“ Blaðamaðurinn klikkir þá út með að laun forstjóra Hörpu hafi hækkað frá í fyrra frá því sem verið hafði, „burtséð frá þeim kjörum sem kveðið var á um í ráðningarsamningi, á meðan þjónustufulltrúum var nokkrum vikum síðar gert að taka á sig launalækkun vegna rekstrarvandræða Hörpu. ÞAÐ, er málið og þess vegna eru þeir ósáttir.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00