Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:16 Eftir því sem Vísir kemst næst starfa um 27 þjónustufulltrúar í Hörpu. Mikill meirihluti þeirra hefur því sagt upp störfum. vísir/egill Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira