Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2018 13:00 Ólafía Þórunn á mótinu í Texas um helgina. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda. Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda.
Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54
Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00