Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2018 13:00 Ólafía Þórunn á mótinu í Texas um helgina. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda. Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda.
Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54
Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00