Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2018 14:54 Ólafía slær á mótinu í Texas í gær. Vísri/Getty Það er óhætt að segja að helgin hafi verið óvenjuleg hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem náði engu að síður einum besta árangri sínum á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía átti aðeins eina holu eftir af Sjálfboðaliðamótinu í Texas í Bandaríkjunum í dag. Hún er búin að klára sitt og lék hún umrædda holu á pari. Mótið byrjaði raunar á fimmtudagsmorgun en eftir að kylfingar höfðu verið úti í klukkustund var ákveðið að hætta leik vegna veðurs. Svo fór að árangur allra kylfinga var strokaður út en Ólafía hafði þá ekki byrjað að spila. Ólafía komst ekki heldur út á föstudag vegna veðurs en hóf leik snemma á laugardag þegar mótið gat loksins farið almennilega af stað. Þá var búið að ákveða að mótið yrði aðeins 36 holu mót og að enginn niðurskurður myndi fara fram. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum. Hún kom í hús á 66 höggum, fimm undir pari vallarins, og var í hópi fimm efstu kylfinga. En Ólafía hafði ekki mikinn tíma til að hvíla sig því hún átti rástíma á öðrum hring fljótlega eftir að hún kláraði þann fyrri. Raunar fór það svo að hún spilaði sautján holur á síðari hringnum sínum í gærkvöldi áður en leik var hætt vegna myrkurs. Hún spilaði semsagt 35 holur í gær, sem verður að teljast afar óvenjulegt. Ólafía spilaði fyrri níu á seinni hringnum á einu höggi yfir pari en þreytan fór skiljanlega að segja til sín á seinni níu. Hún fékk þrjá skolla og einn fugl á síðustu fjórum holunum sínum áður en hún hætti leik eftir sautjándu. Hún spilaði síðari hringinn á 74 höggum eða þremur yfir pari vallarins og lauk því leik á tveimur undir samtals. Sem stendur er Ólafía í 22.-35. sæti en fjölmargir kylfingar eiga eftir að klára, enda var Ólafía í hópi þeirra allra fyrstu sem kláruðu - eftir að hafa verið í hópi þeirra allra síðustu til að hefja leik. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 21.30 í kvöld. Golf Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það er óhætt að segja að helgin hafi verið óvenjuleg hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem náði engu að síður einum besta árangri sínum á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía átti aðeins eina holu eftir af Sjálfboðaliðamótinu í Texas í Bandaríkjunum í dag. Hún er búin að klára sitt og lék hún umrædda holu á pari. Mótið byrjaði raunar á fimmtudagsmorgun en eftir að kylfingar höfðu verið úti í klukkustund var ákveðið að hætta leik vegna veðurs. Svo fór að árangur allra kylfinga var strokaður út en Ólafía hafði þá ekki byrjað að spila. Ólafía komst ekki heldur út á föstudag vegna veðurs en hóf leik snemma á laugardag þegar mótið gat loksins farið almennilega af stað. Þá var búið að ákveða að mótið yrði aðeins 36 holu mót og að enginn niðurskurður myndi fara fram. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum. Hún kom í hús á 66 höggum, fimm undir pari vallarins, og var í hópi fimm efstu kylfinga. En Ólafía hafði ekki mikinn tíma til að hvíla sig því hún átti rástíma á öðrum hring fljótlega eftir að hún kláraði þann fyrri. Raunar fór það svo að hún spilaði sautján holur á síðari hringnum sínum í gærkvöldi áður en leik var hætt vegna myrkurs. Hún spilaði semsagt 35 holur í gær, sem verður að teljast afar óvenjulegt. Ólafía spilaði fyrri níu á seinni hringnum á einu höggi yfir pari en þreytan fór skiljanlega að segja til sín á seinni níu. Hún fékk þrjá skolla og einn fugl á síðustu fjórum holunum sínum áður en hún hætti leik eftir sautjándu. Hún spilaði síðari hringinn á 74 höggum eða þremur yfir pari vallarins og lauk því leik á tveimur undir samtals. Sem stendur er Ólafía í 22.-35. sæti en fjölmargir kylfingar eiga eftir að klára, enda var Ólafía í hópi þeirra allra fyrstu sem kláruðu - eftir að hafa verið í hópi þeirra allra síðustu til að hefja leik. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 21.30 í kvöld.
Golf Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira