Ólafía í toppbaráttunni eftir stórkostleg golf Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2018 19:57 Ólafía var í stuði í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er í toppbarátunni á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eins og Vísir greindi frá í gær eru bara spilaðar 36 holur þessa helgina í þessu móti og enginn niðurskurður er í mótinu. Síðari hringurinn fer fram á morgun. Ólafía spilaði stórkostlegt golf í dag. Hún lék við hvurn sinn fingur. Ólafía spilaði fínt golf á fyrri níu; fékk einn örn og einn fugl. Svo fékk hún tvö skolla og var á einu undir pari eftir fyrri níu. Á síðari níu spilaði Ólafía enn betra golf. Hún fékk fjóra fugla á síðari níu og þar að auki fimm pör. Hún endaði hringinn á 66 höggum og er því á fimm undir pari eftir fyrri hringinn. Þegar þetta er skrifað er Ólafía í þriðja sætinu en enn eiga nokkrir kylfingar eftir að klára fyrri hringinn. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari en Jenny Shin og Sung Hyung Park eru efstar. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Ólafíu á morgun en einnig er fylgst vel með á mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er í toppbarátunni á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eins og Vísir greindi frá í gær eru bara spilaðar 36 holur þessa helgina í þessu móti og enginn niðurskurður er í mótinu. Síðari hringurinn fer fram á morgun. Ólafía spilaði stórkostlegt golf í dag. Hún lék við hvurn sinn fingur. Ólafía spilaði fínt golf á fyrri níu; fékk einn örn og einn fugl. Svo fékk hún tvö skolla og var á einu undir pari eftir fyrri níu. Á síðari níu spilaði Ólafía enn betra golf. Hún fékk fjóra fugla á síðari níu og þar að auki fimm pör. Hún endaði hringinn á 66 höggum og er því á fimm undir pari eftir fyrri hringinn. Þegar þetta er skrifað er Ólafía í þriðja sætinu en enn eiga nokkrir kylfingar eftir að klára fyrri hringinn. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari en Jenny Shin og Sung Hyung Park eru efstar. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Ólafíu á morgun en einnig er fylgst vel með á mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira