Íslenski boltinn

HK skellti Magna í Kórnum │ Jafnt á Ásvöllum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar var á skotskónum í dag. Hér er hann í leik síðasta sumar við Viktor Örn Guðmundsson.
Brynjar var á skotskónum í dag. Hér er hann í leik síðasta sumar við Viktor Örn Guðmundsson. vísir/eyþór
HK byrjar Inkasso-deildina í fótbolta af krafti en liðið vann 3-0 sigur á nýliðum Magna. Á sama tíma gerðu Haukar og Þór jafntefli á Schenkervellinum.

Það byrjaði vel fyrir HK en liðið komst yfir strax á þriðju mínutu er nýjasti lánsmaður liðsins, Kári Pétursson, kom HK yfir. Kári kemur á láni frá Stjörnunni.

Miðvörðurinn Ingiberg Ólafur Jónsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu og framherjinn Brynjar Jónasson setti punktinn yfir i-ið er hann kom HK í 3-0 á 43. mínútu.

HK sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og Brynjar Björn Gunnarsson, sem tók við HK, byrjar á 3-0 sigri með Kópavogsliðið.

Í Hafnarfirði skildu Haukar og Þór jöfn, 2-2. Fjörið var mikið í upphafi leiks. Orri Sigurjónsson kom Þór yfir á fjórðu mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Arnar Aðalgeirsson.

Fjör í fyrri hálfleik var ekki á enda en Alvaro Montejo Calleja kom Þór í 2-1 á 34. mínútu en hann gekk í raðir Þórsara frá ÍBV fyrir tímabilið.

Arnar Aðalgeirsson skoraði annað mark sitt og annað mark Hauka á 56. mínútu er hann jafnaði metin í 2-2. Fleiri urðu mörkin ekki og lokaniðurstaðan 2-2 jafntefli.

Markaskorar og úrslit eru fengin frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×