Knattspyrnustjórn ÍA harmar mál Guðrúnar Daggar og sendi henni afsökunarbeiðni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2018 13:25 Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sagði frá ofbeldi Mark Doninger í einlægu viðtali í dag. Mynd/ÍA/Sigtryggur Ari Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA
MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00