Tvísýnt um kjarasamninga kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 08:45 Framhaldsskólakennari segir að jafnvel þótt kennarar kenni sama námsefnið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. Beita þurfi ólíkum aðferðum eftir hópum, jafnvel þótt námsefnið sé það sama. Fréttablaðið/Eyþór „Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“ Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
„Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“
Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira