Ólafía opnar sig um síðustu vikur: „Vandamálið kom frá hausnum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira