Breytingar á Stöð 2: „Vonum að neytendur taki þessu vel“ Tinni Sveinsson skrifar 2. maí 2018 14:15 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn
Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42