Íslenski boltinn

Silfurskeiðin sendir KSÍ opið bréf vegna Mjólkurbikarsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stjarnan verður í pottinum þegar dregið verður til 16-liða úrslita á morgun
Stjarnan verður í pottinum þegar dregið verður til 16-liða úrslita á morgun Vísir/Eyþór
Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, sendi Knattspyrnusambandi Íslands opið bréf á Facebook í dag vegna miðaverðs á bikarkeppni sambandsins.

32-liða úrslit Mjólkurbikars karla kláruðust í gær þar sem Stjarnan vann Fylki í hörku slag tveggja Pepsi deildar liða þar sem Garðbæingar fóru með 2-1 sigur.

Mæting á völlin í gær var ekki sú besta en uppgefinn áhorfendafjöldi var 522 manns. Silfurskeiðin setur spurningamerki við miðaverð á leiki svona snemma í bikarkeppninni þar sem „talsverð deyfð“ sé yfir þeim. Þá er bent á að almennir frídagar, eins og var í gær 1. maí, hafi aldrei verið góður leiktími.

Miðaverð á leikinn í gær var 2000 krónur, eins og á alla aðra leiki Stjörnunnar. Hins vegar er það þannig í bikarleikjum að félögin skipta með sér tekjunum og því gilda árskort ekki á bikarleiki.

Leikið er mjög þétt í Mjólkurbikarnum þessar fyrstu umferðir þar sem HM í Rússlandi setur strik í reikninginn í leikjaniðurröðun KSÍ. Dregið verður í 16-liða úrslit á morgun og þau verða leikin í lok mánaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×