Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2018 10:49 Í stefnunni á hendur Atla Má er því haldið fram að hann hafi án sannana sett fram tilhæfulaus ummæli á hendur Guðmundi Spartakusi þar sem hann er án sannana sakaður um hroðalegustu glæpi. Vísir Paragvæski blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz mun bera vitni í gegnum fjarskiptabúnað með myndavél í dómsal á morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni. Umræddur Ruiz hefur fjallað um Guðmund Spartakus í fjölmiðlum í Suður-Ameríku og hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla að miklu leyti byggt á umfjöllun Ruiz. „Það stefnir allt í það,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson verjandi Atla Más. Hann eigi eftir að fara yfir það með dóminum hvernig nákvæmlega verði að skýrslutökunni staðið. „Við lögmennirnir viljum báðir hafa þetta í hljóð og mynd. Það er best að andlitið á honum sé þarna,“ segir Gunnar Ingi. Ruiz er búsettur í Suður-Ameríku og það sé erfitt að taka símaskýrslur af mönnum svo langt í burtu.Úr umfjöllun Vice um Ruiz en umfjöllun hans um spillingu og eiturlyfjaviðskipti í Paragvæ hefur leitt til þess að honum hafa verið sýnd banatilræði.Atli og Ruiz gefa skýrslu „Það er eðlilegt að menn treysti ekki hverjir eru hinum megin á línunni,“ segir Gunnar Ingi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, hafði óskað eftir því að Ruiz bæri vitni í dómsal. Enginn ágreiningur er lengur þess efnis segir Gunnar Ingi, þ.e. svo framarlega sem Ruiz komi fram í mynd. Aðalmeðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjaness í fyrramálið á tíunda tímanum. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi fram yfir hádegi. Atli Már mun gefa skýrslu, Ruiz á eftir honum áður en lögmennirnir ljúka aðalmeðferðinni með málflutningi sínum. Gunnar Ingi hafði óskað eftir því að Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gæfi skýrslu. Fram kom á RÚV á mánudaginn að Gunnar Ingi vildi spyrja Karl Steinar út í rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013. Atli Már fjallaði um hvarf hans í grein í Stundinni árið 2016 þar sem reynt var að svara spurningunni hvað hefði komið fyrir Friðrik. Var fjallað um Guðmund Spartakus í greininni og eru ummæli í henni meðal þeirra sem Guðmundur stefnir Atla Má fyrir. Krefst hann tíu milljóna króna í bætur.Enginn Karl Steinar í dómsal Lögfræðingar lögregluembættisins meta það svo að það sé ýmsum vandkvæðum bundið að Karl Steinar gefi skýrslu í málinu, að sögn Gunnars. Það snúi meðal annars að þagnarskyldu opinberra starfsmanna en hann geti ekki tjáð sig um málið. Athygli hefur vakið að Guðmundur Spartakus mun ekki gefa skýrslu fyrir dómi þótt verjandi Atla Más hafi skorað á hann að gera það. „Því hefur verið komið rækilega á framfæri að hann vilji ekki koma og gefa neina skýrslu, hvorki í þessu máli né öðrum,“ segir Gunnar Ingi. Í Hæstarétti á mánudaginn, þar sem meiðyrðarmál Guðmundar Spartakusar gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni var tekið fyrir, lýsti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar, að umbjóðandi sinn hefði engan áhuga á að lenda í „hakkavél íslenskra fjölmiðla“.Atli Már fagnar því á Facebook að Ruiz beri vitni á morgun. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Paragvæski blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz mun bera vitni í gegnum fjarskiptabúnað með myndavél í dómsal á morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni. Umræddur Ruiz hefur fjallað um Guðmund Spartakus í fjölmiðlum í Suður-Ameríku og hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla að miklu leyti byggt á umfjöllun Ruiz. „Það stefnir allt í það,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson verjandi Atla Más. Hann eigi eftir að fara yfir það með dóminum hvernig nákvæmlega verði að skýrslutökunni staðið. „Við lögmennirnir viljum báðir hafa þetta í hljóð og mynd. Það er best að andlitið á honum sé þarna,“ segir Gunnar Ingi. Ruiz er búsettur í Suður-Ameríku og það sé erfitt að taka símaskýrslur af mönnum svo langt í burtu.Úr umfjöllun Vice um Ruiz en umfjöllun hans um spillingu og eiturlyfjaviðskipti í Paragvæ hefur leitt til þess að honum hafa verið sýnd banatilræði.Atli og Ruiz gefa skýrslu „Það er eðlilegt að menn treysti ekki hverjir eru hinum megin á línunni,“ segir Gunnar Ingi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, hafði óskað eftir því að Ruiz bæri vitni í dómsal. Enginn ágreiningur er lengur þess efnis segir Gunnar Ingi, þ.e. svo framarlega sem Ruiz komi fram í mynd. Aðalmeðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjaness í fyrramálið á tíunda tímanum. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi fram yfir hádegi. Atli Már mun gefa skýrslu, Ruiz á eftir honum áður en lögmennirnir ljúka aðalmeðferðinni með málflutningi sínum. Gunnar Ingi hafði óskað eftir því að Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gæfi skýrslu. Fram kom á RÚV á mánudaginn að Gunnar Ingi vildi spyrja Karl Steinar út í rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013. Atli Már fjallaði um hvarf hans í grein í Stundinni árið 2016 þar sem reynt var að svara spurningunni hvað hefði komið fyrir Friðrik. Var fjallað um Guðmund Spartakus í greininni og eru ummæli í henni meðal þeirra sem Guðmundur stefnir Atla Má fyrir. Krefst hann tíu milljóna króna í bætur.Enginn Karl Steinar í dómsal Lögfræðingar lögregluembættisins meta það svo að það sé ýmsum vandkvæðum bundið að Karl Steinar gefi skýrslu í málinu, að sögn Gunnars. Það snúi meðal annars að þagnarskyldu opinberra starfsmanna en hann geti ekki tjáð sig um málið. Athygli hefur vakið að Guðmundur Spartakus mun ekki gefa skýrslu fyrir dómi þótt verjandi Atla Más hafi skorað á hann að gera það. „Því hefur verið komið rækilega á framfæri að hann vilji ekki koma og gefa neina skýrslu, hvorki í þessu máli né öðrum,“ segir Gunnar Ingi. Í Hæstarétti á mánudaginn, þar sem meiðyrðarmál Guðmundar Spartakusar gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni var tekið fyrir, lýsti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar, að umbjóðandi sinn hefði engan áhuga á að lenda í „hakkavél íslenskra fjölmiðla“.Atli Már fagnar því á Facebook að Ruiz beri vitni á morgun.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00
43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00
„Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45