Íslenski boltinn

Magnamenn héldu ekki út gegn Fjölni │ Öll úrslit dagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar.
Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar. Vísir/Getty
Fjölnir sló út Magna frá Grenivík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Boganum á Akureyri í dag.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og lítið var um opin marktækifærið. Fyrsta skot á markið kom eftir hálftíma leik og aðeins mínútu seinna var fyrsta markið kominn. Það var Bergvin Jóhannsson sem skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigsins og heimamenn fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn.

Gestirnir úr Reykjavík pressuðu mun meira í seinni hálfleik og uppskáru strax á 52. mínútu. Sveinn Óli Birgisson fékk boltann í bringuna og hrökk hann þaðan í netið, sjálfsmark skráð á Svein Óla og leikurinn jafn að nýju.

Nýi Svíinn í liði Fjölnis, Valmir Berisha, kom gestunum yfir þegar korter lfiði af leiknum og Birnir Snær Ingason gulltryggði sigur Fjölnis á 89. mínútu. 3-1 lokatölur á Akureyri.

Fjölnir er því komið áfram í 16-liða úrslitin. Dregið verður í þau í hádeginu á fimmtudaginn.

Úrslit 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla:

Njarðvík - Þróttur R. 2-4

Selfoss - ÍA 1-4

ÍBV - Einherji 4-2

Reynir S. - Víkningur R. 0-2

Afturelding - KR 1-7

Þór - HK 3-2

Haukar - KA 1-2

Kári - Höttur 5-2

Völsungur - Fram 1-2

Stjarnan - Fylkir 2-1

ÍR - FH 0-5

Hamar - Víkingur Ó. 3-5

Víðir - Grindavík 2-4

Leiknir R. - Breiðablik 1-3

Valur - Keflavík 2-0

Magni - Fjölnir 1-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×