Keppni frestað og Ólafía þarf að bíða til morguns Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:13 Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018 Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira