Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2018 14:38 Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Eyþór Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12
Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01