Vilja konurnar heim Andri Eysteinsson skrifar 19. maí 2018 15:17 Norður-kóresk stjórnvöld vilja endurheimta konurnar sem flúðu 2016. Vísir/EPA Norðurkóresk stjórnvöld krefjast þess að Suður-Kórea sendi tólf norðurkóreskar konur sem settust að í Suður-Kóreu árið 2016 til baka. Stjórnvöld segja að gjörningurinn myndi sýna fram á vilja Suður-Kóreu til að bæta tengsl ríkjanna tveggja en það er AP sem greinir frá. Í vikunni tilkynnti Suður-Kórea að rannsókn væri hafin á ástæðum þess að konurnar hafi flúið land eftir að grunur kom upp að hluti kvennanna hefðu verið fluttar til Suður-Kóreu gegn vilja þeirra. Krafa norðurkóreskra stjórnvalda er gerð örfáum dögum eftir að hætt var við mikilvægan fund kóreuríkjanna vegna heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Einnig var hótað að hætta við fyrirhugaðan fund Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu og Donald Trump bandaríkjaforseta. Stefnubreyting virðist hafa verið í Norður-Kóreu á undanförnum vikum, stjórnvöld hafa í auknum mæli leitast eftir því að bæta tengsl sín við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin. Í lok apríl hitti Kim suðurkóreska forsetann Moon Jae-in þar sem rætt var meðal annars um afkjarnorkuvæðingu Kóreuskagans. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu voru suðurkóresk yfirvöld sökuð um að svíkja lit og forðast að taka ábyrgð. Suðurkóreska stjórnin ætti að refsa þeim sem tengjast máli kvennanna og senda þær tafarlaust aftur til fjölskyldna þeirra og með því sýna vilja til að bæta samskipti ríkjanna. Stjórnvöld Suður-Kóreu höfðu áður tekið skýrt fram að flutningur kvennanna frá Kína, þar sem þær störfuðu, til Suður-Kóreu hafi alfarið verið þeirra ákvörðun. Norður-Kórea Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Norðurkóresk stjórnvöld krefjast þess að Suður-Kórea sendi tólf norðurkóreskar konur sem settust að í Suður-Kóreu árið 2016 til baka. Stjórnvöld segja að gjörningurinn myndi sýna fram á vilja Suður-Kóreu til að bæta tengsl ríkjanna tveggja en það er AP sem greinir frá. Í vikunni tilkynnti Suður-Kórea að rannsókn væri hafin á ástæðum þess að konurnar hafi flúið land eftir að grunur kom upp að hluti kvennanna hefðu verið fluttar til Suður-Kóreu gegn vilja þeirra. Krafa norðurkóreskra stjórnvalda er gerð örfáum dögum eftir að hætt var við mikilvægan fund kóreuríkjanna vegna heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Einnig var hótað að hætta við fyrirhugaðan fund Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu og Donald Trump bandaríkjaforseta. Stefnubreyting virðist hafa verið í Norður-Kóreu á undanförnum vikum, stjórnvöld hafa í auknum mæli leitast eftir því að bæta tengsl sín við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin. Í lok apríl hitti Kim suðurkóreska forsetann Moon Jae-in þar sem rætt var meðal annars um afkjarnorkuvæðingu Kóreuskagans. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu voru suðurkóresk yfirvöld sökuð um að svíkja lit og forðast að taka ábyrgð. Suðurkóreska stjórnin ætti að refsa þeim sem tengjast máli kvennanna og senda þær tafarlaust aftur til fjölskyldna þeirra og með því sýna vilja til að bæta samskipti ríkjanna. Stjórnvöld Suður-Kóreu höfðu áður tekið skýrt fram að flutningur kvennanna frá Kína, þar sem þær störfuðu, til Suður-Kóreu hafi alfarið verið þeirra ákvörðun.
Norður-Kórea Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira