Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. maí 2018 13:26 Vindhraði gæti farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám. Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám.
Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58
Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00