Ólafía líklega úr leik eftir slæman lokasprett Ísak Jasonarson skrifar 18. maí 2018 17:45 Ólafía Þórunn missteig sig á síðustu tveimur holunum í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira