Skortur á húsnæði hamlar vexti í Bláskógabyggð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. maí 2018 20:45 Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar. Kosningar 2018 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar.
Kosningar 2018 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira