Fangar í einu alræmdasta fangelsi Venesúela gerðu uppreisn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2018 10:22 Aðgerðasinnar segja að fangar hafi tekið stjórnin í einu alræmdasta fangelsi Venesúela þar sem pólitískum föngum er aðallega haldið. Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum áður en forsetakosningar fara fram í landinu þar sem íbúar Venesúela ganga að kjörborðinu á sunnudag. Kosningarnar eru umdeildar þar sem fjölmargir telja þær ólögmætar, þar á meðal bandarísk yfirvöld, Evrópusambandið og ríkisstjórnir Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó. Fangelsið er í El Helicoide, stórri byggingu sem var upphaflega verslunarmiðstöð en var breytt í höfuðstöðvar leyniþjónustu Venesúela. Byggingin hefur orðið að nokkurs konar tákni fyrir hrun efnahagslífsins í landinu og einræðistilburði Nicolás Maduro, forsetans sem nú sækist eftir endurkjöri í kosningunum umdeildu. Á vef Guardian er haft eftir Roderick Navarro, venesúelskum aðgerðarsinna sem er í útlegð, að fangarnir hafi tekið stjórnina í fangelsinu í gærdag eftir að hafa oboðið það sem fangarnir segja að séu barsmíðar og pyntingar gagnvart einum fanganum. Hafði Navarro rætt við fangana sem gerðu uppreisn í fangelsinu. Hann sagði þá berjast fyrir frelsi, heilbrigðisþjónustu og mannréttindum. Þeir vilji að ofbeldinu í fangelsinu linni. Annað í tengslum við uppreisn fanganna var óljóst í gærkvöldi en Navarro sagði að þeir óttist mikið ofbeldi þegar fangelsismálayfirvöld reyna að ná stjórn í fangelsinu. Brasilía Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Aðgerðasinnar segja að fangar hafi tekið stjórnin í einu alræmdasta fangelsi Venesúela þar sem pólitískum föngum er aðallega haldið. Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum áður en forsetakosningar fara fram í landinu þar sem íbúar Venesúela ganga að kjörborðinu á sunnudag. Kosningarnar eru umdeildar þar sem fjölmargir telja þær ólögmætar, þar á meðal bandarísk yfirvöld, Evrópusambandið og ríkisstjórnir Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó. Fangelsið er í El Helicoide, stórri byggingu sem var upphaflega verslunarmiðstöð en var breytt í höfuðstöðvar leyniþjónustu Venesúela. Byggingin hefur orðið að nokkurs konar tákni fyrir hrun efnahagslífsins í landinu og einræðistilburði Nicolás Maduro, forsetans sem nú sækist eftir endurkjöri í kosningunum umdeildu. Á vef Guardian er haft eftir Roderick Navarro, venesúelskum aðgerðarsinna sem er í útlegð, að fangarnir hafi tekið stjórnina í fangelsinu í gærdag eftir að hafa oboðið það sem fangarnir segja að séu barsmíðar og pyntingar gagnvart einum fanganum. Hafði Navarro rætt við fangana sem gerðu uppreisn í fangelsinu. Hann sagði þá berjast fyrir frelsi, heilbrigðisþjónustu og mannréttindum. Þeir vilji að ofbeldinu í fangelsinu linni. Annað í tengslum við uppreisn fanganna var óljóst í gærkvöldi en Navarro sagði að þeir óttist mikið ofbeldi þegar fangelsismálayfirvöld reyna að ná stjórn í fangelsinu.
Brasilía Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15