Menning

Einar Már hlýtur Prix Littérature-monde bókmenntaverðlaunin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Einar Már Guðmundsson fór til Frakklands í dag til að taka við verðlaununum.v
Einar Már Guðmundsson fór til Frakklands í dag til að taka við verðlaununum.v Vísir/GVA
Einar Már Guðmundsson rithöfundur hlýtur Prix Littérature-monde bókmenntaverðlaunin í Frakklandi í ár. Verðlaunin eru veitt af L'Agence française de Développement og hátíðinni Étonnants Voyageurs. Einar Már hlýtur þessi verðlaun fyrir bók sína Íslenskir kóngar, sem kom út á frönsku fyrr í ár. 

Skýrt var frá verðlaunaveitingunni opinberlega í gær og flaug Einar Már til Frakklands í dag til þess að taka við verðlaununum. Samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu verðlaunar Prix Littérature-monde tvær skáldsögur sem gefnar hafa verið út í Frakklandi á síðustu tólf mánuðum. Önnur bókin er eftir frönskumælandi höfund en hin er þýðing.

Bækurnar sem hljóta verðlaunn í ár.
Verðlaunin verða veitt á Café Littéraire Festival Saint-Malo Surprise Travelers á sunnudaginn 20. maí.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×