Selur kvikmynda- og sjónvarpsréttinn á þríleiknum um Auði djúpúðgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2018 10:11 Vilborg segir Auði djúpúðgu einstaka fyrirmynd íslenskra kvenna. Visir/Vilhelm Leikstjórinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson og sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Takmarkið er að framleiða alþjóðlega sjónvarpsþáttaröð um sögu landnámskonunnar byggða á þríleik Vilborgar, bókunum Auður,Vígroði og Blóðug jörð. Þær hafa verið með söluhæstu bókum undanfarin ár og sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda eru bækur Vilborgar um Auði gríðarlega áhugaverðar og vel skrifaðar. Þrátt fyrir að sögurnar gerist fyrir rúmlega ellefu hundruð árum þá varpa þær ljósi á margt sem samtíminn er að glíma við, til dæmis kúgun kvenna, átök vegna ólíkra trúarbragða og stríð sem veldur því að fólk þarf að flýja heimili sín og land í von um að finna öryggi og skjól á nýjum stað. Að skoða þessa hluti í gegnum víkingadrama er mjög áhugavert og gefur okkur tækifæri til að sjá samfélag okkar í dag í nýju ljósi. Bækurnar hafa allt, en í grunninn fjalla þær um konu sem rís upp gegn mótbyr og kúgun og sem endar sem einn fremsti landneminn. Þetta er kynslóðin sem lagði grunninn að samfélagi á Íslandi," segir Bjarni Haukur í tilkynningu vegna kaupanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.Bjarni Haukur ætlar sér stóra hluti með Auði.Hann segir sjónvarpsþáttaröðina vera mjög stórt alþjóðlegt verkefni og verða þættirnir teknir upp í Skotlandi, á Írlandi og Íslandi. „Hér er um víkingaseríu að ræða þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli konu. Það hafa verið gerðar svo margar víkingaseríur um karla, nú er komið að því að gera þetta út frá konunni og hver er betur til þess fallin en hún Auður?“ Bjarni telur líklegast að þættirnir verði teknir upp á ensku en ekki liggur fyrir hvar þættirnir verða sýndir. ,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ sagði Vilborg í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga landnámskvenna á saumuðum myndum 4. febrúar 2017 09:45 Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00 Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Leikstjórinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson og sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Takmarkið er að framleiða alþjóðlega sjónvarpsþáttaröð um sögu landnámskonunnar byggða á þríleik Vilborgar, bókunum Auður,Vígroði og Blóðug jörð. Þær hafa verið með söluhæstu bókum undanfarin ár og sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda eru bækur Vilborgar um Auði gríðarlega áhugaverðar og vel skrifaðar. Þrátt fyrir að sögurnar gerist fyrir rúmlega ellefu hundruð árum þá varpa þær ljósi á margt sem samtíminn er að glíma við, til dæmis kúgun kvenna, átök vegna ólíkra trúarbragða og stríð sem veldur því að fólk þarf að flýja heimili sín og land í von um að finna öryggi og skjól á nýjum stað. Að skoða þessa hluti í gegnum víkingadrama er mjög áhugavert og gefur okkur tækifæri til að sjá samfélag okkar í dag í nýju ljósi. Bækurnar hafa allt, en í grunninn fjalla þær um konu sem rís upp gegn mótbyr og kúgun og sem endar sem einn fremsti landneminn. Þetta er kynslóðin sem lagði grunninn að samfélagi á Íslandi," segir Bjarni Haukur í tilkynningu vegna kaupanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.Bjarni Haukur ætlar sér stóra hluti með Auði.Hann segir sjónvarpsþáttaröðina vera mjög stórt alþjóðlegt verkefni og verða þættirnir teknir upp í Skotlandi, á Írlandi og Íslandi. „Hér er um víkingaseríu að ræða þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli konu. Það hafa verið gerðar svo margar víkingaseríur um karla, nú er komið að því að gera þetta út frá konunni og hver er betur til þess fallin en hún Auður?“ Bjarni telur líklegast að þættirnir verði teknir upp á ensku en ekki liggur fyrir hvar þættirnir verða sýndir. ,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ sagði Vilborg í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga landnámskvenna á saumuðum myndum 4. febrúar 2017 09:45 Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00 Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00
Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30