Selur kvikmynda- og sjónvarpsréttinn á þríleiknum um Auði djúpúðgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2018 10:11 Vilborg segir Auði djúpúðgu einstaka fyrirmynd íslenskra kvenna. Visir/Vilhelm Leikstjórinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson og sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Takmarkið er að framleiða alþjóðlega sjónvarpsþáttaröð um sögu landnámskonunnar byggða á þríleik Vilborgar, bókunum Auður,Vígroði og Blóðug jörð. Þær hafa verið með söluhæstu bókum undanfarin ár og sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda eru bækur Vilborgar um Auði gríðarlega áhugaverðar og vel skrifaðar. Þrátt fyrir að sögurnar gerist fyrir rúmlega ellefu hundruð árum þá varpa þær ljósi á margt sem samtíminn er að glíma við, til dæmis kúgun kvenna, átök vegna ólíkra trúarbragða og stríð sem veldur því að fólk þarf að flýja heimili sín og land í von um að finna öryggi og skjól á nýjum stað. Að skoða þessa hluti í gegnum víkingadrama er mjög áhugavert og gefur okkur tækifæri til að sjá samfélag okkar í dag í nýju ljósi. Bækurnar hafa allt, en í grunninn fjalla þær um konu sem rís upp gegn mótbyr og kúgun og sem endar sem einn fremsti landneminn. Þetta er kynslóðin sem lagði grunninn að samfélagi á Íslandi," segir Bjarni Haukur í tilkynningu vegna kaupanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.Bjarni Haukur ætlar sér stóra hluti með Auði.Hann segir sjónvarpsþáttaröðina vera mjög stórt alþjóðlegt verkefni og verða þættirnir teknir upp í Skotlandi, á Írlandi og Íslandi. „Hér er um víkingaseríu að ræða þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli konu. Það hafa verið gerðar svo margar víkingaseríur um karla, nú er komið að því að gera þetta út frá konunni og hver er betur til þess fallin en hún Auður?“ Bjarni telur líklegast að þættirnir verði teknir upp á ensku en ekki liggur fyrir hvar þættirnir verða sýndir. ,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ sagði Vilborg í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga landnámskvenna á saumuðum myndum 4. febrúar 2017 09:45 Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00 Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Leikstjórinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson og sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Takmarkið er að framleiða alþjóðlega sjónvarpsþáttaröð um sögu landnámskonunnar byggða á þríleik Vilborgar, bókunum Auður,Vígroði og Blóðug jörð. Þær hafa verið með söluhæstu bókum undanfarin ár og sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda eru bækur Vilborgar um Auði gríðarlega áhugaverðar og vel skrifaðar. Þrátt fyrir að sögurnar gerist fyrir rúmlega ellefu hundruð árum þá varpa þær ljósi á margt sem samtíminn er að glíma við, til dæmis kúgun kvenna, átök vegna ólíkra trúarbragða og stríð sem veldur því að fólk þarf að flýja heimili sín og land í von um að finna öryggi og skjól á nýjum stað. Að skoða þessa hluti í gegnum víkingadrama er mjög áhugavert og gefur okkur tækifæri til að sjá samfélag okkar í dag í nýju ljósi. Bækurnar hafa allt, en í grunninn fjalla þær um konu sem rís upp gegn mótbyr og kúgun og sem endar sem einn fremsti landneminn. Þetta er kynslóðin sem lagði grunninn að samfélagi á Íslandi," segir Bjarni Haukur í tilkynningu vegna kaupanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.Bjarni Haukur ætlar sér stóra hluti með Auði.Hann segir sjónvarpsþáttaröðina vera mjög stórt alþjóðlegt verkefni og verða þættirnir teknir upp í Skotlandi, á Írlandi og Íslandi. „Hér er um víkingaseríu að ræða þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli konu. Það hafa verið gerðar svo margar víkingaseríur um karla, nú er komið að því að gera þetta út frá konunni og hver er betur til þess fallin en hún Auður?“ Bjarni telur líklegast að þættirnir verði teknir upp á ensku en ekki liggur fyrir hvar þættirnir verða sýndir. ,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ sagði Vilborg í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga landnámskvenna á saumuðum myndum 4. febrúar 2017 09:45 Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00 Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00
Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30