„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 09:03 Frá vettvangi morðsins í Villahermosa í gær. vísir/epa Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51
Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26
Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39