„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 09:03 Frá vettvangi morðsins í Villahermosa í gær. vísir/epa Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51
Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26
Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila