Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2018 19:45 „Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi. Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
„Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi.
Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira