Eru álfar danskir menn? Benedikt Bóas skrifar 15. maí 2018 06:00 Fólk virðist hvorki skilja né heyra hvað Sálin er að segja. Það getur verið erfitt að heyra texta þegar tónlistarfólk baular þá yfir hávaða úr alls kyns hljóðfærum. Sumar misheyrnirnar eru vafalaust sálrænar og segja ýmislegt um þann sem heyrir rangt og væri hægt að stúdera það í lengri tíma. Sumir skrumskæla textana viljandi í huga sínum í oft annarlegum tilgangi á meðan aðrir lifa bara sínu lífi eðlilega í mörg ár haldandi að Bubbi sé að sniffa teppalím þegar hann ferðast aftur í tímann eða að jólin séu eldvarnarhátíð.SálinHey Kanína Misheyrt: „Feita Nína, komdu í partí?…“Það var víst ekki feita Nína sem var verið að bjóða til veislu heldur Kanína – en feita Nína er áreiðanlega fínasti partígestur og Sálin ætti nú að sjá sóma sinn í að bjóða henni í næsta partí.Ég þekki þig Rétt: „Ég þekki þig og þínar langanir“ Misheyrt: „Ég þekki þig og þína langömmu“Stebbi Hilmars þekkir alveg pottþétt langömmu þína en það eru þó langanirnar sem hann þekkir best.Ábyggilega Misheyrt: Ég veit um konu sem kann ekki á útvarp, hún er með krabbamein alveg eins og þúLíklega er um að ræða viljandi misheyrn hérna eða útúrsnúning en ég hef ekki fyrir því neinar sannanir þannig að þetta stendur. Konan kemur samt á óvart og er í Krabbanum, stjörnumerkinu sko. Þú og ég Aðfangadagskvöld Misheyrt: Þetta aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld, er eldvarnarhátíðin mestVissulega eru jólin eldvarnarhátíð því að á þessum tíma árs stendur á nánast hverjum einasta borðfleti landsins logandi kerti sem bíður eftir því að falla í mjúkan faðm gólfteppisins. En í þessum texta er verið að vekja athygli á því að börn elska jólin. GCD Mýrdalssandur Misheyrt: Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssand’ og hvergi stól að fáLíklegast er það rétt að það sé ekki marga stóla hægt að fá á Mýrdalssandi, en það er þó ekki það sem Bubbi og Rúnar voru að syngja um.Sjaldgæf mynd af Bubba að skrifa Afgan.Bubbi Afgan Misheyrt: Ég sniffa teppalím og ég ferðast aftur í tímannBubbi sukkaði töluvert í gamla daga en hann var samt ekki að tala um teppalím í Afgan. Tímavélin sem um ræðir hér er breska rokkhljómsveitin (Led) Zeppelin þó svo að teppalím gæti mögulega, í nógu stórum skömmtum, látið mann halda að maður væri að ferðast aftur í tímann. Bjarki ÁrnasonSem lindin tær Misheyrt: Já, ef ég mætti lifa eins og kind með silfurtær, sem lög á sína undrastrengi slær.Hið undurfallega lag Bjarka Árnasonar er engin undantekning og hefur verið misskilið. Kannski er þetta ekkert svo klikkað, kindur eru alveg tiltölulega frjálsar, þannig lagað – þær þurfa ekki að mæta til vinnu og svona. En það er víst lindin sem er silfurtær og Bjarki öfundar svona mikið af frelsi sínu. Magnús Þór SigmundssonÁlfar Misheyrt: Eru álfar danskir menn?Textinn er reyndar „eru álfar kannski menn“ en boðskapurinn er nánast sá sami í þessum misskilningi. Hér leynist einhver gagnrýni á dönsk yfirráð yfir Íslandi – Danir eru svona falið afl eins og álfar eru á landinu og eitthvað. Djúpt. Það má vinna með þetta. HLH flokkurinnVertu ekki að plata migMisheyrt: Ég sá hana í horninu á Mánabar, Hún minnti mig á brennivínÞetta er misskilningur sem virðist ansi algengur – margir hafa trúað því að svona sé textinn í raun og veru í mörg ár. Þó er það Brenda Lee sem stúlkan á Mánabar minnti á. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Það getur verið erfitt að heyra texta þegar tónlistarfólk baular þá yfir hávaða úr alls kyns hljóðfærum. Sumar misheyrnirnar eru vafalaust sálrænar og segja ýmislegt um þann sem heyrir rangt og væri hægt að stúdera það í lengri tíma. Sumir skrumskæla textana viljandi í huga sínum í oft annarlegum tilgangi á meðan aðrir lifa bara sínu lífi eðlilega í mörg ár haldandi að Bubbi sé að sniffa teppalím þegar hann ferðast aftur í tímann eða að jólin séu eldvarnarhátíð.SálinHey Kanína Misheyrt: „Feita Nína, komdu í partí?…“Það var víst ekki feita Nína sem var verið að bjóða til veislu heldur Kanína – en feita Nína er áreiðanlega fínasti partígestur og Sálin ætti nú að sjá sóma sinn í að bjóða henni í næsta partí.Ég þekki þig Rétt: „Ég þekki þig og þínar langanir“ Misheyrt: „Ég þekki þig og þína langömmu“Stebbi Hilmars þekkir alveg pottþétt langömmu þína en það eru þó langanirnar sem hann þekkir best.Ábyggilega Misheyrt: Ég veit um konu sem kann ekki á útvarp, hún er með krabbamein alveg eins og þúLíklega er um að ræða viljandi misheyrn hérna eða útúrsnúning en ég hef ekki fyrir því neinar sannanir þannig að þetta stendur. Konan kemur samt á óvart og er í Krabbanum, stjörnumerkinu sko. Þú og ég Aðfangadagskvöld Misheyrt: Þetta aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld, er eldvarnarhátíðin mestVissulega eru jólin eldvarnarhátíð því að á þessum tíma árs stendur á nánast hverjum einasta borðfleti landsins logandi kerti sem bíður eftir því að falla í mjúkan faðm gólfteppisins. En í þessum texta er verið að vekja athygli á því að börn elska jólin. GCD Mýrdalssandur Misheyrt: Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssand’ og hvergi stól að fáLíklegast er það rétt að það sé ekki marga stóla hægt að fá á Mýrdalssandi, en það er þó ekki það sem Bubbi og Rúnar voru að syngja um.Sjaldgæf mynd af Bubba að skrifa Afgan.Bubbi Afgan Misheyrt: Ég sniffa teppalím og ég ferðast aftur í tímannBubbi sukkaði töluvert í gamla daga en hann var samt ekki að tala um teppalím í Afgan. Tímavélin sem um ræðir hér er breska rokkhljómsveitin (Led) Zeppelin þó svo að teppalím gæti mögulega, í nógu stórum skömmtum, látið mann halda að maður væri að ferðast aftur í tímann. Bjarki ÁrnasonSem lindin tær Misheyrt: Já, ef ég mætti lifa eins og kind með silfurtær, sem lög á sína undrastrengi slær.Hið undurfallega lag Bjarka Árnasonar er engin undantekning og hefur verið misskilið. Kannski er þetta ekkert svo klikkað, kindur eru alveg tiltölulega frjálsar, þannig lagað – þær þurfa ekki að mæta til vinnu og svona. En það er víst lindin sem er silfurtær og Bjarki öfundar svona mikið af frelsi sínu. Magnús Þór SigmundssonÁlfar Misheyrt: Eru álfar danskir menn?Textinn er reyndar „eru álfar kannski menn“ en boðskapurinn er nánast sá sami í þessum misskilningi. Hér leynist einhver gagnrýni á dönsk yfirráð yfir Íslandi – Danir eru svona falið afl eins og álfar eru á landinu og eitthvað. Djúpt. Það má vinna með þetta. HLH flokkurinnVertu ekki að plata migMisheyrt: Ég sá hana í horninu á Mánabar, Hún minnti mig á brennivínÞetta er misskilningur sem virðist ansi algengur – margir hafa trúað því að svona sé textinn í raun og veru í mörg ár. Þó er það Brenda Lee sem stúlkan á Mánabar minnti á.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira