Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. Vísir/getty Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club. Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club.
Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira