Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 1-0 │Breiðablik með fullt hús Magnús Ellert Bjarnason á Kópavogsvelli skrifar 12. maí 2018 19:00 Blikar fara vel af stað í sumar. vísir/bára Breiðablik er á toppi Pepsi-deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir 1-0 iðnaðarsigur á Keflavík á Kópavogsvelli í dag. Gestirnir frá Keflavík börðust hetjulega frá fyrstu mínútu en Blikar voru sterkari aðilinn í dag og áttu skilið að vinna leikinn. Liðin skiptust á að sækja fyrstu mínúturnar og var mikið jafnvægi á leiknum í fyrri hálfleik. Ágætis færi litu dagsins ljós og var daninn stæðilegi, Jeppe Hansen, í sókn Keflavíkur óheppinn að koma gestunum ekki yfir á 22. mínútu. Skot hans rétt framhjá. Blikar juku sóknarþungann eftir þetta og skilaði það sér með marki á 31. mínútu þegar að Gísli Eyjólfsson, besti maður vallarins og sennilega besti maður deildarinnar, kom heimamönnum yfir með glæsilegu einstaklingsframtaki. Tók hann boltann laglega niður í teig Keflavíkur, snéri sér og lúðraði boltanum neðst í hægra hornið, óverjandi fyrir annars góðan markmann Keflavíkur, Sindra Kristinn Ólafsson. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eftir þetta frábæra mark og leiddu heimamenn því 1-0 þegar að liðin gengju til búningsherbergjanna. Urðu það jafnframt lokatölur leiksins. Leikmenn Keflavíkur reyndu sitt besta í síðari hálfleik til að jafna metin, en gekk lítið gegn öflugri vörn Breiðabliks. Á sama tíma virtust Blikar ekki vilja taka neinar óþarfa áhættur; sigldu sigrinum í höfn af stakri prýði og tryggðu stöðu sína á toppi deildarinnar. Fullt hús eftir þrjá leiki og gleðin við völd í Kópavoginum. Af hverju vann Breiðablik? Blikar spiluðu betur í dag en baráttuglaðir Keflvíkingar. Þá eru þeir með Gísla Eyjólfsson í sínum röðum en Keflavík ekki. Lék hann á alls oddi og gerði útum leikinn með glæsilegu marki. Auk þess gekk Keflvíkingum illa að opna þétta vörn Breiðabliks, sem verður að teljast ein sú besta í deildinni með þá Elfar Frey og Damir í fararbroddi. Með þessu áframhaldi munu Blikar ekki fá mörg mörk á sig í sumar. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson var maður leiksins í kvöld sem fyrr og spilaði frábærlega fyrir Blika. Kórónaði leik sinn með frábæru marki í fyrri hálfleik og var sífellt ógnandi. Þrjú mörk í þrem leikjum hjá miðjumanninum knáa sem mun væntanlega halda út í atvinnumennskuna áður en langt um líður. Fleiri áttu fínan dag fyrir Blika og er sérstaklega vert að minnast á þá Elfar Frey Helgason og Damir Muminovic, sem stóðu heldur betur fyrir sínu í miðri vörn Breiðabliks líkt og áður var rakið. Í liði gestanna má helst nefna Einar Orri Einarson, sem barðist vel frá fyrstu mínútu. Vann ótal tæklingar og stöðvaði nokkrar álitlegar sóknir Breiðabliks.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavík. Gestirnir sköpuðu sér vissulega nokkur fín færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska. Jeppe Hansen var einangraður í framlínu þeirra og fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, sagði í leikslok að liðið muni ekki bæta við leikmanni áður en að félagsskiptaglugginn opnar, en Keflavík mætti svo sannarlega alveg við því að fá einn sóknarmann í viðbót. Hvað gerist næst? Sjóðheitir Blikar halda í Vesturbæinn næstkomandi fimmtudagskvöld þar sem þeir mæta liði KR. Gefst þeim þar tækifæri til að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar. Á sama tíma taka Keflavíkurmenn á móti liði Fjölnis, þar sem þeir vonast til að ná í sinn fyrsta sigur í sumar. Ágúst: Þetta var iðnaðarsigur Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur í leikslok. Með sigrinum styrkti Breiðablik stöðu sína á toppi deildarinnar og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, í fyrsti skipti í sögu félagsins. „Þetta var gríðarlega kærkominn sigur og ekki skemmir fyrir að þetta er í fyrsta skipti í sögu Breiðabliks sem að liðið vinnur fyrstu þrjá leiki deildarinnar. Það má segja að þetta hafi verið iðnaðarsigur. „Leikmenn Keflavík hlupu eins og þeir gátu frá fyrstu mínútu og slökuðu aldrei á, sem gerði það að verkum að við náðum aldrei að opna þá almennilega.” Ágúst taldi að þetta hafi verið erfiðasti leikur sinna manna hingað til í sumar. Þeir hafi leyst þetta verkefni vel. „Við vorum ágætir í þessum leik. Við breyttum um taktík um miðjan seinni hálfleik, fórum í 3-5-2 og þá lokuðum við aðeins betur á Keflavík. En þetta var erfitt, og í raun erfiðasti leikur okkar hingað til í sumar.” Ágúst var sammála blaðamanni Vísis að Gísli hafi verið bestur í liði sinna manna í dag. Með þessu áframhaldi verður erfitt fyrir Blika að halda honum í sínum röðum. „Gísli er þessi X-factor í liði okkar og klárar þennan leik fyrir okkur með flottu marki. Ég hugsa að við náum að halda honum í sumar en ég reikna með að hann fari í haust. Það eru allir tilbúnir því.” Ágústi líst vel á næsta leik liðsins, sem verður sannkallaður stórleikur í Vesturbænum. „Mér líst mjög vel á næsta leik. KR er með frábært lið en við erum líka góðir. Við þurfum að vera með kassann út. Við erum með fullt hús stiga og hin liðin eru að elta okkur.” Guðlaugur: Fannst við eiga skilið meira úr þessum leik „Vonbrigði, mikil vonbrigði. Mér fannst við eiga skilið meira úr þessum leik,” voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Baldurssonar, þjálfara Keflavíkur. Keflavík er aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sumarsins en Guðlaugur er þrátt fyrir það bjartsýnn að gengi liðsins verði gott í sumar. „Það var alveg ljóst fyrir leikinn að við værum bara með eitt stig og við fengum ekkert úr þessum leik. Ef við náum að framkalla svona frammistöðu oftar í sumar, sem við ætlum svo sannarlega að gera, þá veit ég að við munum safna fullt af stigum í pokann. Það er alveg klárt.” „Við erum að spila á móti liði sem einhverjir hafa kallað heitasta lið landsins og mitt mat er það að við höfum átt ansi stóran hluta af seinni hálfleiknum. Þá var leikurinn í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik. Þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af mínum mönnum, við höldum ótrauðir áfram.” Guðlaugur fullyrti að lokum að Keflavík muni ekki ná í annan leikmann áður en að félagsskiptaglugginn lokar næstkomandi miðvikudag. „Þetta er hópurinn sem við ákváðum að fara með inn í mótið og við munum standa við það.” Pepsi Max-deild karla
Breiðablik er á toppi Pepsi-deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir 1-0 iðnaðarsigur á Keflavík á Kópavogsvelli í dag. Gestirnir frá Keflavík börðust hetjulega frá fyrstu mínútu en Blikar voru sterkari aðilinn í dag og áttu skilið að vinna leikinn. Liðin skiptust á að sækja fyrstu mínúturnar og var mikið jafnvægi á leiknum í fyrri hálfleik. Ágætis færi litu dagsins ljós og var daninn stæðilegi, Jeppe Hansen, í sókn Keflavíkur óheppinn að koma gestunum ekki yfir á 22. mínútu. Skot hans rétt framhjá. Blikar juku sóknarþungann eftir þetta og skilaði það sér með marki á 31. mínútu þegar að Gísli Eyjólfsson, besti maður vallarins og sennilega besti maður deildarinnar, kom heimamönnum yfir með glæsilegu einstaklingsframtaki. Tók hann boltann laglega niður í teig Keflavíkur, snéri sér og lúðraði boltanum neðst í hægra hornið, óverjandi fyrir annars góðan markmann Keflavíkur, Sindra Kristinn Ólafsson. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eftir þetta frábæra mark og leiddu heimamenn því 1-0 þegar að liðin gengju til búningsherbergjanna. Urðu það jafnframt lokatölur leiksins. Leikmenn Keflavíkur reyndu sitt besta í síðari hálfleik til að jafna metin, en gekk lítið gegn öflugri vörn Breiðabliks. Á sama tíma virtust Blikar ekki vilja taka neinar óþarfa áhættur; sigldu sigrinum í höfn af stakri prýði og tryggðu stöðu sína á toppi deildarinnar. Fullt hús eftir þrjá leiki og gleðin við völd í Kópavoginum. Af hverju vann Breiðablik? Blikar spiluðu betur í dag en baráttuglaðir Keflvíkingar. Þá eru þeir með Gísla Eyjólfsson í sínum röðum en Keflavík ekki. Lék hann á alls oddi og gerði útum leikinn með glæsilegu marki. Auk þess gekk Keflvíkingum illa að opna þétta vörn Breiðabliks, sem verður að teljast ein sú besta í deildinni með þá Elfar Frey og Damir í fararbroddi. Með þessu áframhaldi munu Blikar ekki fá mörg mörk á sig í sumar. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson var maður leiksins í kvöld sem fyrr og spilaði frábærlega fyrir Blika. Kórónaði leik sinn með frábæru marki í fyrri hálfleik og var sífellt ógnandi. Þrjú mörk í þrem leikjum hjá miðjumanninum knáa sem mun væntanlega halda út í atvinnumennskuna áður en langt um líður. Fleiri áttu fínan dag fyrir Blika og er sérstaklega vert að minnast á þá Elfar Frey Helgason og Damir Muminovic, sem stóðu heldur betur fyrir sínu í miðri vörn Breiðabliks líkt og áður var rakið. Í liði gestanna má helst nefna Einar Orri Einarson, sem barðist vel frá fyrstu mínútu. Vann ótal tæklingar og stöðvaði nokkrar álitlegar sóknir Breiðabliks.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavík. Gestirnir sköpuðu sér vissulega nokkur fín færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska. Jeppe Hansen var einangraður í framlínu þeirra og fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, sagði í leikslok að liðið muni ekki bæta við leikmanni áður en að félagsskiptaglugginn opnar, en Keflavík mætti svo sannarlega alveg við því að fá einn sóknarmann í viðbót. Hvað gerist næst? Sjóðheitir Blikar halda í Vesturbæinn næstkomandi fimmtudagskvöld þar sem þeir mæta liði KR. Gefst þeim þar tækifæri til að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar. Á sama tíma taka Keflavíkurmenn á móti liði Fjölnis, þar sem þeir vonast til að ná í sinn fyrsta sigur í sumar. Ágúst: Þetta var iðnaðarsigur Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur í leikslok. Með sigrinum styrkti Breiðablik stöðu sína á toppi deildarinnar og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, í fyrsti skipti í sögu félagsins. „Þetta var gríðarlega kærkominn sigur og ekki skemmir fyrir að þetta er í fyrsta skipti í sögu Breiðabliks sem að liðið vinnur fyrstu þrjá leiki deildarinnar. Það má segja að þetta hafi verið iðnaðarsigur. „Leikmenn Keflavík hlupu eins og þeir gátu frá fyrstu mínútu og slökuðu aldrei á, sem gerði það að verkum að við náðum aldrei að opna þá almennilega.” Ágúst taldi að þetta hafi verið erfiðasti leikur sinna manna hingað til í sumar. Þeir hafi leyst þetta verkefni vel. „Við vorum ágætir í þessum leik. Við breyttum um taktík um miðjan seinni hálfleik, fórum í 3-5-2 og þá lokuðum við aðeins betur á Keflavík. En þetta var erfitt, og í raun erfiðasti leikur okkar hingað til í sumar.” Ágúst var sammála blaðamanni Vísis að Gísli hafi verið bestur í liði sinna manna í dag. Með þessu áframhaldi verður erfitt fyrir Blika að halda honum í sínum röðum. „Gísli er þessi X-factor í liði okkar og klárar þennan leik fyrir okkur með flottu marki. Ég hugsa að við náum að halda honum í sumar en ég reikna með að hann fari í haust. Það eru allir tilbúnir því.” Ágústi líst vel á næsta leik liðsins, sem verður sannkallaður stórleikur í Vesturbænum. „Mér líst mjög vel á næsta leik. KR er með frábært lið en við erum líka góðir. Við þurfum að vera með kassann út. Við erum með fullt hús stiga og hin liðin eru að elta okkur.” Guðlaugur: Fannst við eiga skilið meira úr þessum leik „Vonbrigði, mikil vonbrigði. Mér fannst við eiga skilið meira úr þessum leik,” voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Baldurssonar, þjálfara Keflavíkur. Keflavík er aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sumarsins en Guðlaugur er þrátt fyrir það bjartsýnn að gengi liðsins verði gott í sumar. „Það var alveg ljóst fyrir leikinn að við værum bara með eitt stig og við fengum ekkert úr þessum leik. Ef við náum að framkalla svona frammistöðu oftar í sumar, sem við ætlum svo sannarlega að gera, þá veit ég að við munum safna fullt af stigum í pokann. Það er alveg klárt.” „Við erum að spila á móti liði sem einhverjir hafa kallað heitasta lið landsins og mitt mat er það að við höfum átt ansi stóran hluta af seinni hálfleiknum. Þá var leikurinn í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik. Þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af mínum mönnum, við höldum ótrauðir áfram.” Guðlaugur fullyrti að lokum að Keflavík muni ekki ná í annan leikmann áður en að félagsskiptaglugginn lokar næstkomandi miðvikudag. „Þetta er hópurinn sem við ákváðum að fara með inn í mótið og við munum standa við það.”
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti