Stormfuglar svakalegasta efni sem ég hef fundið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2018 15:30 Ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi, segir Einar. Fréttablaðið/anton brink Stormfuglar er ný bók eftir Einar Kárason sem kemur út næstkomandi þriðjudag, 15. maí. „Þetta er saga sem gerist í fárviðri á síðutogara. Hún byggir á umtöluðum atburðum og frægu veðri sem íslenskir togarar og skip af fleiri þjóðernum lentu í við Nýfundnaland árið 1959. Þarna var barist upp á líf og dauða og margir fórust,“ segir Einar. „Fyrir 30 árum las ég viðtal við sjómann sem var á á einu skipanna og þessi saga hefur leitað á mig síðan. Þetta efni er kannski það svakalegasta sem ég hef fundið. Skipverjar voru í þrjá til fjóra sólarhringa í yfirvofandi lífshættu. Enginn gat hvílst eða sofið um borð á þeim tíma. Ég skoðaði það mikið og oft hvernig form myndi best henta þessu efni. Þegar ég fann formið sá ég að rétt væri að skrifa um það sögu. Formið er nóvella, 124 síður, þriðju persónu frásögn. Ég var eiginlega kominn með hana alla í hausinn, nokkurn veginn frá orði til orðs, þannig að ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi.“ Forlagið kynnti Stormfugla á bókamessu í London þar sem erlendir útgefendur, frá stærstu Evrópulöndunum, buðu grimmt í hana. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að það gæti verið áhugi á þessu efni víðar og það virðist vera raunin,“ segir Einar.Níu líf Friðriks Einar reiknar með að vera með aðra bók í haust, ævisögu æskuvinar síns og samstarfsmanns, Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Friðrik er einhver almesti sögumaður sem um getur. Við vinir hans höfum lengi rætt um að það þyrfti að koma sögu hans á framfæri. Þetta er bók um ævintýralegt líf hans en það er eins og hann eigi níu líf. Þarna er úr nógu að moða. Friðrik hefur ferðast til svo að segja allra landa í heiminum og kynnst öllum fjandanum, hvað eftir annað verið mjög hætt kominn, lent í slysum og legið á gjörgæslu en harkað allt af sér með sínum mikla húmor.“Fleiri bækur um líf á sjó Spurður hvaða skáldsagnarefni verði næst fyrir valinu nú þegar Stormfuglar er komin út segir Einar: „Mig hefur alltaf langað til að skrifa um eitthvað sem gerist á sjó. Það vottar fyrir því í fyrstu skáldsögunni minni, Þetta eru asnar Guðjón, þar sem aðalpersónan fer á sjóinn. Það getur verið að Stormfuglar sé sú fyrsta af tveimur eða þremur sögum sem gerast á sjó.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Stormfuglar er ný bók eftir Einar Kárason sem kemur út næstkomandi þriðjudag, 15. maí. „Þetta er saga sem gerist í fárviðri á síðutogara. Hún byggir á umtöluðum atburðum og frægu veðri sem íslenskir togarar og skip af fleiri þjóðernum lentu í við Nýfundnaland árið 1959. Þarna var barist upp á líf og dauða og margir fórust,“ segir Einar. „Fyrir 30 árum las ég viðtal við sjómann sem var á á einu skipanna og þessi saga hefur leitað á mig síðan. Þetta efni er kannski það svakalegasta sem ég hef fundið. Skipverjar voru í þrjá til fjóra sólarhringa í yfirvofandi lífshættu. Enginn gat hvílst eða sofið um borð á þeim tíma. Ég skoðaði það mikið og oft hvernig form myndi best henta þessu efni. Þegar ég fann formið sá ég að rétt væri að skrifa um það sögu. Formið er nóvella, 124 síður, þriðju persónu frásögn. Ég var eiginlega kominn með hana alla í hausinn, nokkurn veginn frá orði til orðs, þannig að ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi.“ Forlagið kynnti Stormfugla á bókamessu í London þar sem erlendir útgefendur, frá stærstu Evrópulöndunum, buðu grimmt í hana. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að það gæti verið áhugi á þessu efni víðar og það virðist vera raunin,“ segir Einar.Níu líf Friðriks Einar reiknar með að vera með aðra bók í haust, ævisögu æskuvinar síns og samstarfsmanns, Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Friðrik er einhver almesti sögumaður sem um getur. Við vinir hans höfum lengi rætt um að það þyrfti að koma sögu hans á framfæri. Þetta er bók um ævintýralegt líf hans en það er eins og hann eigi níu líf. Þarna er úr nógu að moða. Friðrik hefur ferðast til svo að segja allra landa í heiminum og kynnst öllum fjandanum, hvað eftir annað verið mjög hætt kominn, lent í slysum og legið á gjörgæslu en harkað allt af sér með sínum mikla húmor.“Fleiri bækur um líf á sjó Spurður hvaða skáldsagnarefni verði næst fyrir valinu nú þegar Stormfuglar er komin út segir Einar: „Mig hefur alltaf langað til að skrifa um eitthvað sem gerist á sjó. Það vottar fyrir því í fyrstu skáldsögunni minni, Þetta eru asnar Guðjón, þar sem aðalpersónan fer á sjóinn. Það getur verið að Stormfuglar sé sú fyrsta af tveimur eða þremur sögum sem gerast á sjó.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira