Detroit: Become Human: Stafræn kvikmynd þar sem hver ákvörðun skiptir máli Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2018 09:00 Connor, Marcus og Kara. Árið er 2038. Milljónum vélmenna sem líta nánast alveg út eins og manneskjur hefur verið dreift um allan heim og þar vinna þau hin ýmsu störf. Þau sjá um aldraða og börn, smíða vegi, elda, kenna og leysa jafnvel glæpi. Hegðun vélmennanna hefur þó tekið breytingum á síðustu misserum og eru þau farin að sýna undarlega hegðun og frjálsan vilja. Þetta er sögusvið leiksins Detroit: Become Human, úr smiðju framleiðenda Heavy Rain og Beyond Two Souls, þar sem spilarar setja sig í spor þriggja vélmenna, taka ákvarðanir fyrir þau og upplifa sögur þeirra.Byrjum á því að DBH er mjög áhugaverður leikur sem lítur einfaldlega stórkostlega vel út. Ef til vill er best að lýsa honum sem stafrænni kvikmynd sem snýst í kringum ákvarðanir spilara. Spilarar setja sig í hlutverk þriggja vélmenna sem heita Kara, Connor og Marcus. Allt eru þetta áhugaverðar persónur og vel leiknar. Nánast allur leikurinn er myndaður með raunverulegum hreyfingum leikara og þekktastur þekktastur aðalleikaranna er líklegast Jesse Williams úr Grey's Anatomy. Hver ákvörðun virðist hafa afleiðingar og þær koma oft á óvart. Jafnvel stundum of mikið á óvart þar sem valmöguleikarnir sem maður fær eru ónákvæmir og endurspegla ekki það sem raunverulega gerist. Eftir hvert borð fær maður að sjá „ákvörðunartré“ þar sem maður sér hvaða ákvarðanir maður tók og hvert það leiddi. Þetta þykir mér áhugavert en það skemmir stemninguna svolítið og dregur úr upplifuninni. Það væri betra að fá að skoða þetta allt í lokin, kannski. Á móti kemur að myndi varla muna eftir þeim ákvörðunum sem maður tók. Leikurinn byrjar fáránlega vel þar sem Connor þarf að koma ungri stúlku til bjargar frá vélmenni sem er orðinn „Deviant“. Það er, farinn að sýna merki frjáls vilja. Ég ákvað að taka mér minn tíma og skoða allt sem ég gat. Þar til ég tók eftir prósentutölu efst í horninu, sem sagði til um hve líklegt væri að mér tækist að bjarga stúlkunni, og sú tala var nánast í frjálsu falli. Svo varð lögregluþjónn fyrir skoti því ég var bara að dútla. Þetta reddaðist þó allt, eða þannig. Connor er í ákveðnum uppáhaldi hjá mér en verkefnin hans er skemmtilegust að mínu mati. Það er allavega skemmtilegra að leysa glæpi en að þrífa diska og ryksuga (Kara). Í fyrsta morðinu sem Connor tók þátt í að rannsaka tók ég eftir einu mjög skemmtilegu atriði, þar sem vélmennið sem drap mann hafði skrifað á vegginn með blóði fórnarlambs síns. Þar hafði hann skrifað: „I am alive“ eða „Ég er lifandi“. Við nánari skoðun Connor kom í ljós að textinn var skrifaður í fullkomnu Comic Sans letri. Enda var þetta skrifað af vélmenni. Ég var líka hressilega ánægður með það að árið 2038 hefur auðvitað margt breyst en það er enginn svífandi um á fljúgandi bílum og skjótandi geislum út um augun á sér. Þetta er skemmtilega raunhæf framtíð sem Quantic Deam hefur skapað. Réttindabarátta vélmenna ber keim af baráttu annarra hópa í gegnum tíðina og á köflum eru framleiðendur leiksins eiginlega að troða þessum líkindum framan í mann.Þegar mikið liggur á í leiknum þurfa spilara að fylgja skipunum sem koma upp á skjáinn innan ákveðins tíma. Að halda tilteknum tökkum inni, velta fjarstýringunni og slíkt. Það er eitthvað sem ég hef ákveðið að fer í taugarnar á mér. Þegar ég þarf að taka upp mynd eða opna ísskáp væri fínt að geta bara ýtt á X í stað þess að þurfa að snúa stýripinnanum á einhvern tiltekinn hátt. þarna er ég mögulega kominn út í röfl en mér finnst þetta bara óþarfi. Það koma líka upp tilvik þar sem persónur bregðast skringilega við ákvörðunum og sagan getur verið asnaleg á köflum. Það er þó ekki hægt að gera lítið úr skemmtanagildi Detroit: Become Human og sömuleiðis er sagan á heildina litið mjög skemmtileg og áhugaverð þó hún geti verið verulega klisjukennd. Ég hef spilað leikinn sem „góður strákur“ ef svo má að orði komast og hlakka til að spila hann aftur sem drullusokkur. Þó, þar sem ég þekki mig ágætlega, býst ég við því að það eigi eftir að reynast mér erfitt að taka sumar ákvarðanir, því ég er svo vel upp alinn. Allar ákvarðanir leiksins skipta máli en mis miklu. Aðalpersónur geta látið lífið/bilað og það er í senn bæði skemmtilegt og óþolandi að hafa ekki á hreinu hvaða áhrif ákvarðanir mínar hafa. Ég á sem sagt án efa eftir að spila þennan leik nokkrum sinnum.Samantekt-ish Detroit: Become Human lítur fáránlega vel út og þá sérstaklega andlit persóna, enda er hann nánast allur leikinn af alvöru leikurum. Þetta er nánast kvikmynd sem maður fær að taka þátt í. Maður er ekkert að springa úr hasar og stökkva upp úr sófanum en DBH er dúndur-góður „tjill-leikur“. Á heildina litið er ég ánægður með þetta. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Árið er 2038. Milljónum vélmenna sem líta nánast alveg út eins og manneskjur hefur verið dreift um allan heim og þar vinna þau hin ýmsu störf. Þau sjá um aldraða og börn, smíða vegi, elda, kenna og leysa jafnvel glæpi. Hegðun vélmennanna hefur þó tekið breytingum á síðustu misserum og eru þau farin að sýna undarlega hegðun og frjálsan vilja. Þetta er sögusvið leiksins Detroit: Become Human, úr smiðju framleiðenda Heavy Rain og Beyond Two Souls, þar sem spilarar setja sig í spor þriggja vélmenna, taka ákvarðanir fyrir þau og upplifa sögur þeirra.Byrjum á því að DBH er mjög áhugaverður leikur sem lítur einfaldlega stórkostlega vel út. Ef til vill er best að lýsa honum sem stafrænni kvikmynd sem snýst í kringum ákvarðanir spilara. Spilarar setja sig í hlutverk þriggja vélmenna sem heita Kara, Connor og Marcus. Allt eru þetta áhugaverðar persónur og vel leiknar. Nánast allur leikurinn er myndaður með raunverulegum hreyfingum leikara og þekktastur þekktastur aðalleikaranna er líklegast Jesse Williams úr Grey's Anatomy. Hver ákvörðun virðist hafa afleiðingar og þær koma oft á óvart. Jafnvel stundum of mikið á óvart þar sem valmöguleikarnir sem maður fær eru ónákvæmir og endurspegla ekki það sem raunverulega gerist. Eftir hvert borð fær maður að sjá „ákvörðunartré“ þar sem maður sér hvaða ákvarðanir maður tók og hvert það leiddi. Þetta þykir mér áhugavert en það skemmir stemninguna svolítið og dregur úr upplifuninni. Það væri betra að fá að skoða þetta allt í lokin, kannski. Á móti kemur að myndi varla muna eftir þeim ákvörðunum sem maður tók. Leikurinn byrjar fáránlega vel þar sem Connor þarf að koma ungri stúlku til bjargar frá vélmenni sem er orðinn „Deviant“. Það er, farinn að sýna merki frjáls vilja. Ég ákvað að taka mér minn tíma og skoða allt sem ég gat. Þar til ég tók eftir prósentutölu efst í horninu, sem sagði til um hve líklegt væri að mér tækist að bjarga stúlkunni, og sú tala var nánast í frjálsu falli. Svo varð lögregluþjónn fyrir skoti því ég var bara að dútla. Þetta reddaðist þó allt, eða þannig. Connor er í ákveðnum uppáhaldi hjá mér en verkefnin hans er skemmtilegust að mínu mati. Það er allavega skemmtilegra að leysa glæpi en að þrífa diska og ryksuga (Kara). Í fyrsta morðinu sem Connor tók þátt í að rannsaka tók ég eftir einu mjög skemmtilegu atriði, þar sem vélmennið sem drap mann hafði skrifað á vegginn með blóði fórnarlambs síns. Þar hafði hann skrifað: „I am alive“ eða „Ég er lifandi“. Við nánari skoðun Connor kom í ljós að textinn var skrifaður í fullkomnu Comic Sans letri. Enda var þetta skrifað af vélmenni. Ég var líka hressilega ánægður með það að árið 2038 hefur auðvitað margt breyst en það er enginn svífandi um á fljúgandi bílum og skjótandi geislum út um augun á sér. Þetta er skemmtilega raunhæf framtíð sem Quantic Deam hefur skapað. Réttindabarátta vélmenna ber keim af baráttu annarra hópa í gegnum tíðina og á köflum eru framleiðendur leiksins eiginlega að troða þessum líkindum framan í mann.Þegar mikið liggur á í leiknum þurfa spilara að fylgja skipunum sem koma upp á skjáinn innan ákveðins tíma. Að halda tilteknum tökkum inni, velta fjarstýringunni og slíkt. Það er eitthvað sem ég hef ákveðið að fer í taugarnar á mér. Þegar ég þarf að taka upp mynd eða opna ísskáp væri fínt að geta bara ýtt á X í stað þess að þurfa að snúa stýripinnanum á einhvern tiltekinn hátt. þarna er ég mögulega kominn út í röfl en mér finnst þetta bara óþarfi. Það koma líka upp tilvik þar sem persónur bregðast skringilega við ákvörðunum og sagan getur verið asnaleg á köflum. Það er þó ekki hægt að gera lítið úr skemmtanagildi Detroit: Become Human og sömuleiðis er sagan á heildina litið mjög skemmtileg og áhugaverð þó hún geti verið verulega klisjukennd. Ég hef spilað leikinn sem „góður strákur“ ef svo má að orði komast og hlakka til að spila hann aftur sem drullusokkur. Þó, þar sem ég þekki mig ágætlega, býst ég við því að það eigi eftir að reynast mér erfitt að taka sumar ákvarðanir, því ég er svo vel upp alinn. Allar ákvarðanir leiksins skipta máli en mis miklu. Aðalpersónur geta látið lífið/bilað og það er í senn bæði skemmtilegt og óþolandi að hafa ekki á hreinu hvaða áhrif ákvarðanir mínar hafa. Ég á sem sagt án efa eftir að spila þennan leik nokkrum sinnum.Samantekt-ish Detroit: Become Human lítur fáránlega vel út og þá sérstaklega andlit persóna, enda er hann nánast allur leikinn af alvöru leikurum. Þetta er nánast kvikmynd sem maður fær að taka þátt í. Maður er ekkert að springa úr hasar og stökkva upp úr sófanum en DBH er dúndur-góður „tjill-leikur“. Á heildina litið er ég ánægður með þetta.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira