Musk æstur í Reðasafnið Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. október 2025 14:41 Bjarni Benediktsson ræddi við Elon Musk í Louvre-safninu í kringum Ólympíuleikana í fyrra. Vísir/Vilhelm/Getty Bjarni Benediktsson ræddi við auðjöfurinn Elon Musk á kvöldverði í tengslum við Ólympíuleikana í París í fyrra. Musk rifjaði upp heimsóknir sínar til Íslands þar sem Hið íslenzka reðasafn stóð upp úr. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Hlaðfréttir sem Hraðfréttabræðurnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson halda úti. Bjarni fór um víðan völl, ræddi ferilinn í stjórnmálum, lýsti frelsinu sem hann hefur notið eftir að hafa kvatt Alþingi, ræddi tónlistarsmekk sinn og ýmislegt annað. Musk birtist „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Undir lok þáttarins var Bjarni spurður hvort hann hefði hitt einhverja merkilega menn og konur í ferðum sínum erlendis. Bjarni nefndi tvo viðburði, annars vegar þegar hann var staddur í Hvíta húsinu á 75 ára afmæli NATO í fyrra og hins vegar þegar hann var staddur á Ólympíuleikunum í París sama ár. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, með fólki úr hópnum sem fylgdi Ólympíuförum Íslands til Parísar. Bjarni var þar staddur í Louvre-safninu og sat við „lengsta langborð“ sem hann hefði nokkurn tímann séð ásamt öðrum mektar- og ráðamönnum. „Elon Musk birtist þarna allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggnum, kom labbandi niður tröppurnar og virtist ekki vita hvar hann ætlaði að sitja. Þá var gripið í hann og honum komið fyrir þarna ská á móti okkur,“ segir Bjarni. Musk tók þá að spjalla við Bjarna og spurði þau hvað væri að frétta frá Íslandi. „Við fórum bara að spjalla á léttum nótum, hann sagðist hafa komið tvisvar til íslands og nefndi sérstaklega að Reðursafnið hefði verið eftirminnilegt,“ segir Bjarni. Elti kærustuna til Íslands Musk hefði haft sérstaklega gaman af því að tala um Reðursafnið og hvað það hefði verið eftirminnilegt. „Hann kom hérna einhvern tímann að elta kærustu sína sem var að vinna að bíómynd fyrir vestan. Síðan í öðru tilviki kom hann með fjölskyldu sína,“ segir Bjarni um heimsóknir Musk til Íslands. Elon Musk rifjaði upp tvær ferðir sínar til Íslands í boðinu.AP Áttu Teslu? „Heyrðu skrýtið að þú skulir spyrja mig að þessu vegna þess að ég var að selja bílinn minn og ég tók Teslu upp í bílinn, þannig ég á Teslu í augnablikinu en hún stendur á bílasölu,“ segir Bjarni. Þú hefur ekkert sagt við hann: „I have a Tesla“ eða eitthvað svona? „Nei, ég var ekkert að gera það,“ segir Bjarni. Á meðan á kvöldverðinum stóð hafi fólk stöðugt verið að trufla Musk en mesta havaríið varð þegar kvöldverðinum lauk. „Um leið og honum var lokið, þá stendur hann upp og það kom fólk alls staðar að og vildi fá mynd eins og mý að mykjuskán. Það var eiginlega ótrúlegt að horfa á það,“ segir Bjarni sem lét sér nægja að rabba við suðurafríska auðjöfurinn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Elon Musk Frakkland Grín og gaman Söfn Tengdar fréttir Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Saga jarðaði alla við borðið Lífið Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Hlaðfréttir sem Hraðfréttabræðurnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson halda úti. Bjarni fór um víðan völl, ræddi ferilinn í stjórnmálum, lýsti frelsinu sem hann hefur notið eftir að hafa kvatt Alþingi, ræddi tónlistarsmekk sinn og ýmislegt annað. Musk birtist „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Undir lok þáttarins var Bjarni spurður hvort hann hefði hitt einhverja merkilega menn og konur í ferðum sínum erlendis. Bjarni nefndi tvo viðburði, annars vegar þegar hann var staddur í Hvíta húsinu á 75 ára afmæli NATO í fyrra og hins vegar þegar hann var staddur á Ólympíuleikunum í París sama ár. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, með fólki úr hópnum sem fylgdi Ólympíuförum Íslands til Parísar. Bjarni var þar staddur í Louvre-safninu og sat við „lengsta langborð“ sem hann hefði nokkurn tímann séð ásamt öðrum mektar- og ráðamönnum. „Elon Musk birtist þarna allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggnum, kom labbandi niður tröppurnar og virtist ekki vita hvar hann ætlaði að sitja. Þá var gripið í hann og honum komið fyrir þarna ská á móti okkur,“ segir Bjarni. Musk tók þá að spjalla við Bjarna og spurði þau hvað væri að frétta frá Íslandi. „Við fórum bara að spjalla á léttum nótum, hann sagðist hafa komið tvisvar til íslands og nefndi sérstaklega að Reðursafnið hefði verið eftirminnilegt,“ segir Bjarni. Elti kærustuna til Íslands Musk hefði haft sérstaklega gaman af því að tala um Reðursafnið og hvað það hefði verið eftirminnilegt. „Hann kom hérna einhvern tímann að elta kærustu sína sem var að vinna að bíómynd fyrir vestan. Síðan í öðru tilviki kom hann með fjölskyldu sína,“ segir Bjarni um heimsóknir Musk til Íslands. Elon Musk rifjaði upp tvær ferðir sínar til Íslands í boðinu.AP Áttu Teslu? „Heyrðu skrýtið að þú skulir spyrja mig að þessu vegna þess að ég var að selja bílinn minn og ég tók Teslu upp í bílinn, þannig ég á Teslu í augnablikinu en hún stendur á bílasölu,“ segir Bjarni. Þú hefur ekkert sagt við hann: „I have a Tesla“ eða eitthvað svona? „Nei, ég var ekkert að gera það,“ segir Bjarni. Á meðan á kvöldverðinum stóð hafi fólk stöðugt verið að trufla Musk en mesta havaríið varð þegar kvöldverðinum lauk. „Um leið og honum var lokið, þá stendur hann upp og það kom fólk alls staðar að og vildi fá mynd eins og mý að mykjuskán. Það var eiginlega ótrúlegt að horfa á það,“ segir Bjarni sem lét sér nægja að rabba við suðurafríska auðjöfurinn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Elon Musk Frakkland Grín og gaman Söfn Tengdar fréttir Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Saga jarðaði alla við borðið Lífið Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira
Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið 52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell. 26. júní 2008 14:25