Verkalýðsstéttin rís upp gegn Macron Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 17:44 Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. vísir/afp Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu. Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu.
Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46
Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27