Erlent

Rann­saka á­sakanir á hendur Iglesias

Kjartan Kjartansson skrifar
Julio Iglesias brosir til ljósmyndara þegar heiðursstjarna hans var afhjúpuð í San Juan á Púertó Ríkó árið 2016.
Julio Iglesias brosir til ljósmyndara þegar heiðursstjarna hans var afhjúpuð í San Juan á Púertó Ríkó árið 2016. AP/Carlos Giusti

Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar.

Fjölmiðlar hafa sagt frá ásökunum tveggja kvenna sem unnu fyrir Iglesias á heimilum hans í Dóminíska lýðveldinu og Bahama-eyjum að hann hefði ráðist á þær í janúar og október árið 2021.

AP-fréttastofan hefur eftir saksóknurum á Spáni að þeim hafi borist formleg kæra frá ónefndum aðila 5. janúar. Iglesias geti mögulega verið kallaður fyrir dómara í Madrid þrátt fyrir að brotin hafi verið framin utan Spánar.

Iglesias er 82 ára gamall og plötur hans hafa verið seldar í hundruð milljóna tali undanfarna áratugi. Hann er faðir Enrique Iglesias sem er einnig poppstjarna.


Tengdar fréttir

Iglesias talinn faðir manns á fimmtugsaldri

Spænski söngvarinn neitaði að taka þátt í DNA-rannsókn og taldi dómari það styrkja niðurstöðu hans um að dæma gegn honum í faðernismáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×