Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 25. maí 2018 19:00 Stjórnarmaður í VR segir formann félagsins hafa hlaupið á sig og sýnt af sér kunnáttu- og þekkingarleysi á málaflokknum með yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ. Ólga er innan stjórnarinnar með vinnubrögð formannsins. Stjórnir VR og Verkalýðsfélags Akraness lýstu í gær yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands og lýstu því yfir að forsetinn njóti ekki trausts til þess að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd félaganna og talar ekki í umboði þeirra. Forseti ASÍ svaraði þessu vantrausti með harðorða yfirlýsingu sem send var til stjórnarmanna VR dag og segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og að hann hafi skrumskælt sannleikann. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Ragnar, að forsetinn viðast vera í sóló-hlutverki og ætli að fara í viðræður við stjórnvöld án þess að hafa formlegt umboð frá félögunum en stefnu.Snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Deilan nú snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en félögin telja Gylfa hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að mæta á fundinn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Vísir„Samskipti við stjórnvöld og upplýsingamiðlun um gagnrýni okkar og kröfur á stjórnvöld eru í höndum miðstjórnar ASÍ,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segir ASÍ ekki hafa formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum og komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.„Vinnum ekki svona" Atkvæði um vantraust gegn Gylfa voru greidd með tölvupósti af stjórnarmönnum VR og segir einn þeirra það ekki vana stjórnarinnar að atkvæði séu greidd með þessum hætti í svo veigamiklu máli. „Við vinnum ekki svona og höfum aldrei gert það. Þetta eru aðallega lítil mál, þar sem ekki þarf að kalla til fundar. Ég er mjög hissa á þessum vinnubrögðum og mér finnst þetta sýna hversu mikla óvild hann hefur í garð Gylfa, “ sagði Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, stjórnarmaður í VR og 2. varaforseti ASÍ en hún hefur setið í stjórn VR í átta ár.Er formaðurinn að hlaupa á sig?„Algjörlega,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg segir að hingað til hafi stjórnin getað rætt málin á skynsaman hátt og hlustað á skoðanir hvers annars. „Það hefur verið mikil breyting á stjórninni núna síðast liðið ár,“ sagði Ingibjörg.Frá því að Ragnar tók við?„Já,“ sagði Ingibjörg.Er það svona stóru verkalýðsfélagi sæmandi að fara fram með þeim hætti sem gert var í gær?„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þetta lýsta kunnáttuleysi og þekkingarleysi á málaflokknum,“ sagði Ingibjörg. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Stjórnarmaður í VR segir formann félagsins hafa hlaupið á sig og sýnt af sér kunnáttu- og þekkingarleysi á málaflokknum með yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ. Ólga er innan stjórnarinnar með vinnubrögð formannsins. Stjórnir VR og Verkalýðsfélags Akraness lýstu í gær yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands og lýstu því yfir að forsetinn njóti ekki trausts til þess að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd félaganna og talar ekki í umboði þeirra. Forseti ASÍ svaraði þessu vantrausti með harðorða yfirlýsingu sem send var til stjórnarmanna VR dag og segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og að hann hafi skrumskælt sannleikann. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Ragnar, að forsetinn viðast vera í sóló-hlutverki og ætli að fara í viðræður við stjórnvöld án þess að hafa formlegt umboð frá félögunum en stefnu.Snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Deilan nú snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en félögin telja Gylfa hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að mæta á fundinn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Vísir„Samskipti við stjórnvöld og upplýsingamiðlun um gagnrýni okkar og kröfur á stjórnvöld eru í höndum miðstjórnar ASÍ,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segir ASÍ ekki hafa formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum og komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.„Vinnum ekki svona" Atkvæði um vantraust gegn Gylfa voru greidd með tölvupósti af stjórnarmönnum VR og segir einn þeirra það ekki vana stjórnarinnar að atkvæði séu greidd með þessum hætti í svo veigamiklu máli. „Við vinnum ekki svona og höfum aldrei gert það. Þetta eru aðallega lítil mál, þar sem ekki þarf að kalla til fundar. Ég er mjög hissa á þessum vinnubrögðum og mér finnst þetta sýna hversu mikla óvild hann hefur í garð Gylfa, “ sagði Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, stjórnarmaður í VR og 2. varaforseti ASÍ en hún hefur setið í stjórn VR í átta ár.Er formaðurinn að hlaupa á sig?„Algjörlega,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg segir að hingað til hafi stjórnin getað rætt málin á skynsaman hátt og hlustað á skoðanir hvers annars. „Það hefur verið mikil breyting á stjórninni núna síðast liðið ár,“ sagði Ingibjörg.Frá því að Ragnar tók við?„Já,“ sagði Ingibjörg.Er það svona stóru verkalýðsfélagi sæmandi að fara fram með þeim hætti sem gert var í gær?„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þetta lýsta kunnáttuleysi og þekkingarleysi á málaflokknum,“ sagði Ingibjörg.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira