Þrefaldur skolli á næst síðustu holunni og Ólafía úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2018 00:15 Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Volvik mótinu sem fram fer í Michigan fylki þessa helgina. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía spilaði mög stöðugt golf á fyrsta hringnum. Hún endaði á einu höggi undir pari og var í góðri stöðu er keppni fór af stað í dag. Hú hóf leik á tíundu holu vallarins og byrjaði á fjórum pörum áður en það komu tveir fuglar í röð. Svo kom eitt par áður en fyrsti skollinn leit dagsins ljós á sautjándu holu vallarins, áttundu holu Ólafíu í dag. Hún náði sér svo í fugl á þriðju síðustu holunni og allt stefndi í að hún væri að koma sér þægilega í gegnum niðurskurðinn. Á áttundu og næst síðustu holunni hrökk hins vegar allt í baklás og Ólafía fékk þrefaldan skolla. Þar kastaði hún frá sér virkilega góðum fyrsta hring og sautján góðum holum á hring númer tvö en hún fékk par á síðustu holunni. Hún endaði því á þremur höggum yfir pari í dag og samtals á tveimur undir pari. Grátleg niðurstaða en þeir sem enduðu á parinu og undir komust í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun, laugardag, en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Volvik mótinu sem fram fer í Michigan fylki þessa helgina. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía spilaði mög stöðugt golf á fyrsta hringnum. Hún endaði á einu höggi undir pari og var í góðri stöðu er keppni fór af stað í dag. Hú hóf leik á tíundu holu vallarins og byrjaði á fjórum pörum áður en það komu tveir fuglar í röð. Svo kom eitt par áður en fyrsti skollinn leit dagsins ljós á sautjándu holu vallarins, áttundu holu Ólafíu í dag. Hún náði sér svo í fugl á þriðju síðustu holunni og allt stefndi í að hún væri að koma sér þægilega í gegnum niðurskurðinn. Á áttundu og næst síðustu holunni hrökk hins vegar allt í baklás og Ólafía fékk þrefaldan skolla. Þar kastaði hún frá sér virkilega góðum fyrsta hring og sautján góðum holum á hring númer tvö en hún fékk par á síðustu holunni. Hún endaði því á þremur höggum yfir pari í dag og samtals á tveimur undir pari. Grátleg niðurstaða en þeir sem enduðu á parinu og undir komust í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun, laugardag, en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira