IKEA á Íslandi hefur ákveðið að innkalla hin svokölluðu SLADDA reiðhól. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það sé vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu.
Beltadrifið geti þannig slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls.
„IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Viðskiptavinir IKEA sem eiga SLADDA reiðhjól eru beðnir að hætta notkun þess og skila því í IKEA verslunina og fá að fullu endurgreitt. Fylgihlutir sem sérhannaðir eru til notkunar með SLADDA verða einnig endurgreiddir.
IKEA innkallar reiðhjól
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent



Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent


Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent