Íslenski boltinn

Valur með þriðja sigurinn og Selfoss nældi í fyrstu stigin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elín Metta skoraði eitt marka Vals.
Elín Metta skoraði eitt marka Vals. vísir/ernir
Valur vann sinn þriðja leik af fjórum mögulegum og nýliðar Selfoss skelltu FH í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Elín Metta Jensen kom Val yfir úr vítaspyrnu á 36. mínútu og Crystal Thomas tvöfaldaði forystuna á 53. mínútu. Lokatölur 2-0.

Valur er í öðru sætinu með níu stig en nýliðar HK/Víkings eru með þrjú stig í áttunda sætinu.

Selfoss gerði sér lítið fyrir og skellti FH 3-1 á Jáverkvellinum. Eva Lind Elíasdóttir kom Selfoss í 2-0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Sophie Maierhofer kom Selfyssingum í 3-0 á 70. mínútu en Guðný Árnadóttir minnkaði muninn fyrir FH áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina. FH er í sjötta sætinu á betri markahlutfalli en Selfoss er í því níunda. Fjögur lið eru með þrjú stig.

Úrslit og markaskorarar eru af urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×