Illums beinir sjónum að íslenskri hönnun næstu daga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2018 15:30 Frá Kaupmannahöfn. Vísir/Getty Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins standa Hönnunarmiðstöð Íslands og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn fyrir tveimur sýningum á íslenskri hönnun á hönnunarviðburðinum 3daysofdesign, sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 24.-26. maí næstkomandi. Illums Boligshus beinir því sjónum sínum sérstaklega að íslenskri hönnun á þessari hátíð. Illums Bolighus, er þekktasta hönnunarvöruhús Dana þar sem norrænni hönnun hefur verið gerð góð skil í meira en 75 ár. Á hátíðinni 3daysofdesign beinir Illums sjónum að íslenskri hönnun sem undanfarin ár hefur tekið sér stöðu á sviði norrænnar hönnunar.Vörurnar gætu náð inn í verslanir Sýningin er unnin í samstarfi Illums Bolighus, Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. „Þarna eru 16 til 20 íslenskir hönnuðir sem eru að sýna vörur eftir sig og aldrei að vita nema eitthvað nái inn í verslanir og verði til sölu til frambúðar,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Sýnendur eru FÓLK, Erla Sólveig Óskarsdóttir, AGUSTAV, Ragna Ragnarsdóttir — MARÝ, Bjarni Sigurdsson Ceramics, SKATA, Dögg Design, Berlinord, ANNA THORUNN, Fuzzy, FÆRID, Bryndís Bolladóttir, Þórunn Árnadóttir og Kjartan Óskarsson. Brot af hönnuninni má sjá í albúminu neðst í fréttinni. Sýningaropnun fer fram í Illums Bolighus við Amagertorv, fimmtudaginn, 24. maí kl. 15.00—18.00 þar sem verður skálað fyrir því besta í íslenskri samtímahönnun.Íslenski fáninn - KjarvalAðsentSýnir tilraunir til að hanna sérkenni þjóðarinnar Einnig er áhugaverð fánasýning Harðar Lárussonar opnuð á morgun. Um er að ræða samantekt yfir það hvernig íslenski fáninn hefði getað orðið og af hverju hann endaði eins og hann endaði. „Árið 1914 kallaði fánanefnd eftir tillögum frá almenningi að íslenskum þjóðfána. Ein tillaganna er núverandi þjóðfáni Íslands. Alls bárust 28 hugmyndir, flestar í rituðu máli. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson byggði nýverið á lýsingunum, rannsakaði frekar og bætti upp með eigin hugmyndaflugi og umbreytti tillögum í myndrænt form. Afraksturinn var gefinn út á bók, sem nefnist einfaldlega Fáninn. Á sýningunni mun gefa að líta úrval tillaganna, þeirra á meðal óhefðbundinn fána teiknaðan af Jóhannesi Kjarval. Einnig verður frumsýndur fáni, teiknaður og saumaður eftir lýsingum sjálfs Danakonungs, Kristjáns X, sem nýverið fundust í dagbókarfærslum konungs,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð. Sýningin er opin til 5. september. „Þjóðfáni er án efa eitt sterkasta táknræna form sjálfsvitundar þjóðar, og þessi sýning mun veita innsýn í, hvernig einstaklingar, allt frá almennum borgurum til konungs, gerðu tilraunir til að hanna sérkenni íslensku þjóðarinnar.“AGUSTAVANNA THORUNNBERLINORDBjarni SigurðssonBryndís BolladóttirDögg DesignErla Sólveig ÓskarsdóttirFÆRIÐFÓLKFUZZYSiggi EggertssonKjartan ÓskarssonMARÝRagna RagnarsdóttirSKATAÞórunn Arnardóttir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins standa Hönnunarmiðstöð Íslands og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn fyrir tveimur sýningum á íslenskri hönnun á hönnunarviðburðinum 3daysofdesign, sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 24.-26. maí næstkomandi. Illums Boligshus beinir því sjónum sínum sérstaklega að íslenskri hönnun á þessari hátíð. Illums Bolighus, er þekktasta hönnunarvöruhús Dana þar sem norrænni hönnun hefur verið gerð góð skil í meira en 75 ár. Á hátíðinni 3daysofdesign beinir Illums sjónum að íslenskri hönnun sem undanfarin ár hefur tekið sér stöðu á sviði norrænnar hönnunar.Vörurnar gætu náð inn í verslanir Sýningin er unnin í samstarfi Illums Bolighus, Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. „Þarna eru 16 til 20 íslenskir hönnuðir sem eru að sýna vörur eftir sig og aldrei að vita nema eitthvað nái inn í verslanir og verði til sölu til frambúðar,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Sýnendur eru FÓLK, Erla Sólveig Óskarsdóttir, AGUSTAV, Ragna Ragnarsdóttir — MARÝ, Bjarni Sigurdsson Ceramics, SKATA, Dögg Design, Berlinord, ANNA THORUNN, Fuzzy, FÆRID, Bryndís Bolladóttir, Þórunn Árnadóttir og Kjartan Óskarsson. Brot af hönnuninni má sjá í albúminu neðst í fréttinni. Sýningaropnun fer fram í Illums Bolighus við Amagertorv, fimmtudaginn, 24. maí kl. 15.00—18.00 þar sem verður skálað fyrir því besta í íslenskri samtímahönnun.Íslenski fáninn - KjarvalAðsentSýnir tilraunir til að hanna sérkenni þjóðarinnar Einnig er áhugaverð fánasýning Harðar Lárussonar opnuð á morgun. Um er að ræða samantekt yfir það hvernig íslenski fáninn hefði getað orðið og af hverju hann endaði eins og hann endaði. „Árið 1914 kallaði fánanefnd eftir tillögum frá almenningi að íslenskum þjóðfána. Ein tillaganna er núverandi þjóðfáni Íslands. Alls bárust 28 hugmyndir, flestar í rituðu máli. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson byggði nýverið á lýsingunum, rannsakaði frekar og bætti upp með eigin hugmyndaflugi og umbreytti tillögum í myndrænt form. Afraksturinn var gefinn út á bók, sem nefnist einfaldlega Fáninn. Á sýningunni mun gefa að líta úrval tillaganna, þeirra á meðal óhefðbundinn fána teiknaðan af Jóhannesi Kjarval. Einnig verður frumsýndur fáni, teiknaður og saumaður eftir lýsingum sjálfs Danakonungs, Kristjáns X, sem nýverið fundust í dagbókarfærslum konungs,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð. Sýningin er opin til 5. september. „Þjóðfáni er án efa eitt sterkasta táknræna form sjálfsvitundar þjóðar, og þessi sýning mun veita innsýn í, hvernig einstaklingar, allt frá almennum borgurum til konungs, gerðu tilraunir til að hanna sérkenni íslensku þjóðarinnar.“AGUSTAVANNA THORUNNBERLINORDBjarni SigurðssonBryndís BolladóttirDögg DesignErla Sólveig ÓskarsdóttirFÆRIÐFÓLKFUZZYSiggi EggertssonKjartan ÓskarssonMARÝRagna RagnarsdóttirSKATAÞórunn Arnardóttir
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira