Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 23. maí 2018 22:15 Grindavík náði í stigin þrjú í Víkina í síðustu umferð vísir/daníel Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. Grindvíkingar eru því með 10 stig eftir fimm umferðir en Íslandsmeistarar Vals eru með 6 stig og hafa ekki unnið síðan í fyrstu umferðinni. Leikurinn byrjaði rólega en á 13.mínútu kom fyrsta markið. Aron Jóhannsson átti þá skot að marki sem Anton Ari Einarsson missti afar klaufalega framhjá sér. Heimamenn komnir yfir. Fyrri hálfleikur var rólegur og lítið um opin færi. Valsmenn skiptu yfir í fjögurra manna vörn fyrir leikinn og gáfu lítil færi á sér. Á 28.mínútu urðu þeir fyrir áfalli þegar fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson varð að fara af velli vegna meiðsla en hann fékk höfuðhögg í upphitun og svo annað í leiknum eftir árekstur við Kristijan Jajalo markvörð heimamanna. Allt leit út fyrir að Grindavík færi inn í hálfleik með forystuna en 44.mínútu fengu Valsmenn vítaspyrnu. Sindri Björnsson féll þá í baráttu við Brynjar Ásgeir Guðmundsson og dómari leiksins, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dæmdi víti. Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði af feiknarlegu öryggi og staðan því 1-1 í leikhléi. Seinni hálfleikur þróaðist svipað og sá fyrri, lítið um opin færi og tempóið í leiknum lágt. Leikurinn var oft stopp vegna meiðsla og skiptinga og hafði það sín áhrif. Það var ekki fyrr en á 87.mínútu sem sigurmarkið kom. Grindavík fékk þá aukaspyrnu sem Sito skrúfaði yfir vegginn og í hornið. Frábært mark og heimamenn ærðust af fögnuði. Það sem eftir var náðu Valsmenn lítið að skapa og lokatölur því 2-1 Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Einfalda skýringin er að þeir skoruðu tvö mörk og Valsmenn aðeins eitt. Grindvíkingar áttu ekki margar marktilraunir og skoruðu svo gott sem úr sínu einu skotum á markið. Fyrra markið var gjöf frá Antoni Ara markverði Vals og gegn jafn vel skipulögðu liði og Grindavík er erfitt að lenda undir. Sóknarleikur Vals var of bitlaus og þeir komust lítið áleiðis gegn heimamönnum. Íslandsmeistararnir sköpuðu sér einhver hálffæri en opnu færin vantaði.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík voru Rodrigo Gomes Mateo og Sam Hewson frábærir á miðjunni og Rodrigo átti varla feilsendingu í leiknum. Gunnar Þorsteinsson og Nemanja Latinovic voru sprækir á köntunum og Björn Berg Bryde traustir í vörninni. Sito sást lítið í fyrri hálfleik en var góður í þeim síðari og skoraði markið sem skildi liðin að. Hjá Val var Eiður Aron Sigurbjörnsson fínn í vörninni og Bjarni Ólafur átti ágætar rispur úr vinstri bakverðinum. Þeir þurfa hins vegar meira frá mönnum eins og Sigurði Agli, Guðjóni Pétri og Kristni Frey sem eiga að skapa fyrir þá færin.Hvað gekk illa? Hvorugu liðinu gekk vel að skapa sér færi. Mörkin komu úr föstum leikatriðum eða og eftir mistök markmanns og í raun skapaði hvorugt liðið sér dauðafæri í leiknum sem ég man eftir.Hvað gerist næst? Grindvíkingar fara næst á Samsung-völlinn í Garðabæ og mæta þar Stjörnunni. Stjarnan vann sigur í kvöld og þetta verður áhugaverður leikur. Valsmenn fá Breiðablik í heimsókn í algjörum lykilleik. Blikar geta skilið Valsmenn eftir og þetta er leikur sem Íslandsmeistararnir verða að vinna.Óli Stefán Flóventsson var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld.Vísir/Andri Marínó„Þetta er mjög gaman þegar þetta gerist svona. Frammistaðan í leiknum verðskuldaði þrjú stig. Við einbeitum okkur svolítið af frammistöðunni og við höfum verið flottir. Í dag fannst mér við verðskulda þrjú stig,“ sagði kampakátur Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Jose Enrique Vergara, Sito, skoraði sigurmarkið á 87.mínútu við mikinn fögnuð heimamanna. Valsmenn sköpuðu sér lítið af færum í dag og Óli sagði erfitt fyrir andstæðinga að brjóta hans lið á bak aftur. „Þannig á það að vera og þegar við erum flottir eins og í dag fær þýðir það að andstæðingurinn fær ekki tíma og pláss í kringum markið okkar.“ Sóknarlega sköpuðu Grindvíkingar ekki mörg færi og skoruðu svo gott sem úr einu skotum sínum á markið. „Ég horfi meira í stöðurnar sem við bjuggum til. Þegar þú skorar tvö mörk í leik ertu ekkert endilega að horfa í færin sem þú klikkar á,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru komnir upp í 2.sæti deildarinnar og eru með 10 stig eftir fyrstu fimm leikina. „Ég hef oft sagt að þetta er stigasöfnun. Við erum með 10 stig og það er held ég það sama og í fyrra. En leikur okkar er stöðugri og það er það sem ég einbeiti mér að, hvernig frammistaðan er og hvað við getum lagað. Stigin getum við talið í haust en á meðan við spilum vel er ég sáttur.“ Ólafur: Þurfum að endurskipuleggja allan okkar leikÓlafur Jóhannesson.Bára„Þetta var jafn leikur og gat alveg dottið okkar megin en datt þeirra megin í dag, auðvitað eru það vonbrigði,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Valsmanna eftir tapið í Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti liði sem er sterkt varnarlega og vel skipulagt. Það er erfitt að brjóta þá en við áttum að gera betur sóknarlega en það gekk bara ekki,“ bætti Ólafur við en Valsmönnum gekk illa að skapa sér opin færi í leiknum sem og reyndar heimamönnum. Íslandmeistararnir hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og sitja nú í 6.sæti með sex stig eftir fimm umferðir. „Við erum með sex stig og það lítur ekki vel út það er hárrétt. Við þurfum að halda áfram, það er ekki um neitt annað að velja,“ sagði Ólafur. Er komin krísa á Hlíðarenda? „Nei nei, það er smá brekka og við stöndum það af okkur,“ bætti Ólafur við og sagði liðið einfaldlega þurfa að skoða sinn leik. „Við þurfum að fara í gegnum okkar leik og endurskipuleggja okkur. Það er ekkert eitt helst heldur allan okkar leik.“ Sito: Snýst um Grindavík en ekki hin liðinAron Jóhannsson fagnar marki í leik gegn Víkingi.Vísir/DaníelJose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið fyrir Grindvíkinga í 2-1 sigrinum á Val. Markið kom á 87.mínútu og var af glæsilegri gerðinni. „Við reyndum að ýta á þá allan leikinn. Við áttum einhver færi og ég vissi að við myndum fá einhver færi. Aukaspyrna er auðvitað ekki opið færi en ég er ánægður fyrir hönd liðsins því við unnum vel fyrir þessum sigri,“ sagði Sito í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmönnum gekk illa að skapa sér færi í dag og Grindvíkingar börðust vel fyrir sigrinum í dag. „Við vinnum í pressunni okkar. Við leggjum hart að okkur til að gera leikina erfiða fyrir andstæðinga okkar, sama hvort það er Valur eða eitthvað annað lið. Við berum virðingu fyrir þeim en í lok dagsins snýst þetta um Grindavík en ekki hin liðin.“ Sito kom til Grindvíkinga rétt fyrir lok félagaskiptagluggans en hann hefur áður leikið fyrir Fylki og ÍBV en hann sló einmitt í gegn í Eyjum á sínum tíma. „Ég er búinn að vera hér í 10 daga og það hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Þetta er fjölskylduklúbbur og ég kann vel við mig á þannig stöðum. Mér finnst ég metinn af verðleikum og það er mikilvægt.“ Grindvíkingar eru með 10 stig eftir fimm umferðir og sitja í 2.sæti deildarinnar. „Ég er ekki hissa. Liðið hefur unnið vel, bæði leikmenn og starfsmenn í kringum liðið. Við þurfum að halda okkur á jörðinni, taka einn leik í einu og leggja hart að okkur allt til loka tímabilsins.“ Pepsi Max-deild karla
Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. Grindvíkingar eru því með 10 stig eftir fimm umferðir en Íslandsmeistarar Vals eru með 6 stig og hafa ekki unnið síðan í fyrstu umferðinni. Leikurinn byrjaði rólega en á 13.mínútu kom fyrsta markið. Aron Jóhannsson átti þá skot að marki sem Anton Ari Einarsson missti afar klaufalega framhjá sér. Heimamenn komnir yfir. Fyrri hálfleikur var rólegur og lítið um opin færi. Valsmenn skiptu yfir í fjögurra manna vörn fyrir leikinn og gáfu lítil færi á sér. Á 28.mínútu urðu þeir fyrir áfalli þegar fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson varð að fara af velli vegna meiðsla en hann fékk höfuðhögg í upphitun og svo annað í leiknum eftir árekstur við Kristijan Jajalo markvörð heimamanna. Allt leit út fyrir að Grindavík færi inn í hálfleik með forystuna en 44.mínútu fengu Valsmenn vítaspyrnu. Sindri Björnsson féll þá í baráttu við Brynjar Ásgeir Guðmundsson og dómari leiksins, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dæmdi víti. Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði af feiknarlegu öryggi og staðan því 1-1 í leikhléi. Seinni hálfleikur þróaðist svipað og sá fyrri, lítið um opin færi og tempóið í leiknum lágt. Leikurinn var oft stopp vegna meiðsla og skiptinga og hafði það sín áhrif. Það var ekki fyrr en á 87.mínútu sem sigurmarkið kom. Grindavík fékk þá aukaspyrnu sem Sito skrúfaði yfir vegginn og í hornið. Frábært mark og heimamenn ærðust af fögnuði. Það sem eftir var náðu Valsmenn lítið að skapa og lokatölur því 2-1 Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Einfalda skýringin er að þeir skoruðu tvö mörk og Valsmenn aðeins eitt. Grindvíkingar áttu ekki margar marktilraunir og skoruðu svo gott sem úr sínu einu skotum á markið. Fyrra markið var gjöf frá Antoni Ara markverði Vals og gegn jafn vel skipulögðu liði og Grindavík er erfitt að lenda undir. Sóknarleikur Vals var of bitlaus og þeir komust lítið áleiðis gegn heimamönnum. Íslandsmeistararnir sköpuðu sér einhver hálffæri en opnu færin vantaði.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík voru Rodrigo Gomes Mateo og Sam Hewson frábærir á miðjunni og Rodrigo átti varla feilsendingu í leiknum. Gunnar Þorsteinsson og Nemanja Latinovic voru sprækir á köntunum og Björn Berg Bryde traustir í vörninni. Sito sást lítið í fyrri hálfleik en var góður í þeim síðari og skoraði markið sem skildi liðin að. Hjá Val var Eiður Aron Sigurbjörnsson fínn í vörninni og Bjarni Ólafur átti ágætar rispur úr vinstri bakverðinum. Þeir þurfa hins vegar meira frá mönnum eins og Sigurði Agli, Guðjóni Pétri og Kristni Frey sem eiga að skapa fyrir þá færin.Hvað gekk illa? Hvorugu liðinu gekk vel að skapa sér færi. Mörkin komu úr föstum leikatriðum eða og eftir mistök markmanns og í raun skapaði hvorugt liðið sér dauðafæri í leiknum sem ég man eftir.Hvað gerist næst? Grindvíkingar fara næst á Samsung-völlinn í Garðabæ og mæta þar Stjörnunni. Stjarnan vann sigur í kvöld og þetta verður áhugaverður leikur. Valsmenn fá Breiðablik í heimsókn í algjörum lykilleik. Blikar geta skilið Valsmenn eftir og þetta er leikur sem Íslandsmeistararnir verða að vinna.Óli Stefán Flóventsson var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld.Vísir/Andri Marínó„Þetta er mjög gaman þegar þetta gerist svona. Frammistaðan í leiknum verðskuldaði þrjú stig. Við einbeitum okkur svolítið af frammistöðunni og við höfum verið flottir. Í dag fannst mér við verðskulda þrjú stig,“ sagði kampakátur Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Jose Enrique Vergara, Sito, skoraði sigurmarkið á 87.mínútu við mikinn fögnuð heimamanna. Valsmenn sköpuðu sér lítið af færum í dag og Óli sagði erfitt fyrir andstæðinga að brjóta hans lið á bak aftur. „Þannig á það að vera og þegar við erum flottir eins og í dag fær þýðir það að andstæðingurinn fær ekki tíma og pláss í kringum markið okkar.“ Sóknarlega sköpuðu Grindvíkingar ekki mörg færi og skoruðu svo gott sem úr einu skotum sínum á markið. „Ég horfi meira í stöðurnar sem við bjuggum til. Þegar þú skorar tvö mörk í leik ertu ekkert endilega að horfa í færin sem þú klikkar á,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru komnir upp í 2.sæti deildarinnar og eru með 10 stig eftir fyrstu fimm leikina. „Ég hef oft sagt að þetta er stigasöfnun. Við erum með 10 stig og það er held ég það sama og í fyrra. En leikur okkar er stöðugri og það er það sem ég einbeiti mér að, hvernig frammistaðan er og hvað við getum lagað. Stigin getum við talið í haust en á meðan við spilum vel er ég sáttur.“ Ólafur: Þurfum að endurskipuleggja allan okkar leikÓlafur Jóhannesson.Bára„Þetta var jafn leikur og gat alveg dottið okkar megin en datt þeirra megin í dag, auðvitað eru það vonbrigði,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Valsmanna eftir tapið í Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti liði sem er sterkt varnarlega og vel skipulagt. Það er erfitt að brjóta þá en við áttum að gera betur sóknarlega en það gekk bara ekki,“ bætti Ólafur við en Valsmönnum gekk illa að skapa sér opin færi í leiknum sem og reyndar heimamönnum. Íslandmeistararnir hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og sitja nú í 6.sæti með sex stig eftir fimm umferðir. „Við erum með sex stig og það lítur ekki vel út það er hárrétt. Við þurfum að halda áfram, það er ekki um neitt annað að velja,“ sagði Ólafur. Er komin krísa á Hlíðarenda? „Nei nei, það er smá brekka og við stöndum það af okkur,“ bætti Ólafur við og sagði liðið einfaldlega þurfa að skoða sinn leik. „Við þurfum að fara í gegnum okkar leik og endurskipuleggja okkur. Það er ekkert eitt helst heldur allan okkar leik.“ Sito: Snýst um Grindavík en ekki hin liðinAron Jóhannsson fagnar marki í leik gegn Víkingi.Vísir/DaníelJose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið fyrir Grindvíkinga í 2-1 sigrinum á Val. Markið kom á 87.mínútu og var af glæsilegri gerðinni. „Við reyndum að ýta á þá allan leikinn. Við áttum einhver færi og ég vissi að við myndum fá einhver færi. Aukaspyrna er auðvitað ekki opið færi en ég er ánægður fyrir hönd liðsins því við unnum vel fyrir þessum sigri,“ sagði Sito í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmönnum gekk illa að skapa sér færi í dag og Grindvíkingar börðust vel fyrir sigrinum í dag. „Við vinnum í pressunni okkar. Við leggjum hart að okkur til að gera leikina erfiða fyrir andstæðinga okkar, sama hvort það er Valur eða eitthvað annað lið. Við berum virðingu fyrir þeim en í lok dagsins snýst þetta um Grindavík en ekki hin liðin.“ Sito kom til Grindvíkinga rétt fyrir lok félagaskiptagluggans en hann hefur áður leikið fyrir Fylki og ÍBV en hann sló einmitt í gegn í Eyjum á sínum tíma. „Ég er búinn að vera hér í 10 daga og það hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Þetta er fjölskylduklúbbur og ég kann vel við mig á þannig stöðum. Mér finnst ég metinn af verðleikum og það er mikilvægt.“ Grindvíkingar eru með 10 stig eftir fimm umferðir og sitja í 2.sæti deildarinnar. „Ég er ekki hissa. Liðið hefur unnið vel, bæði leikmenn og starfsmenn í kringum liðið. Við þurfum að halda okkur á jörðinni, taka einn leik í einu og leggja hart að okkur allt til loka tímabilsins.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti