Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:41 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/AP Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem. Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem.
Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53