Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:41 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/AP Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem. Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem.
Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53