Skrautlegt tímabil að baki hjá Hauki Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 08:00 Haukur Helgi í leik með Cholet vísir/getty Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira