Íslenski boltinn

Fjölnir sló út Hauka │ Klárt hvaða lið verða í pottinum á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölnir er komið áfram.
Fjölnir er komið áfram. mynd/facebooksíða Fjölnis
Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út Hauka í Mjólkurbikar kvenna en þrír leikir fóru fram í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

ÍR, Fylkir og Keflavík höfðu nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum en í kvöld tryggðu Fjölnir, Afturelding/Fram og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir síðustu þrjú sætin.

Úrvalsdeildarliðin tíu bætast svo við í 16-liða úrslitunum og því er klárt hvaða lið verða í pottinum er dregið verður á morgun.

Fjölnir vann 3-0 sigur á Haukum í Grafarvogi. Halkar féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra á meðan Fjölnir kom upp úr annari deildinni.

Í Mosfellsbæ rústaði Afturelding/Fram Hvíta Riddaranum. Lokatölur urðu 12-0 eftir að sameinaða liðið hafði leitt 6-0 í hálfleik.

Að lokum vann svo Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 2-0 sigur á Einherja í grannaslag. Bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun eins og áður segir. Vísir mun fylgjast vel með drættinum en úrslit kvöldsins eru fengin frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×