Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 13:00 Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. Vísir/Getty Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37
R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32
R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47